Innlent

Reyndi að stela tveimur far­símum og réðist svo á starfs­mann

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Lögreglubíll við Austurvöll í miðborginni.
Lögreglubíll við Austurvöll í miðborginni. Vísir/Vilhelm

Það var nokkuð rólegt miðað við oft áður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má dagbók hennar. Þó bárust henni þrjár tilkynningar vegna líkamsárása.

Lögreglunni tilkynning um þjófnað og líkamsárás á hóteli í miðborginni. Þar hafði maður reynt að stela tveimur farsímum og réðist síðan á starfsmann sem reyndi að stöðva þjófnaðinn.

Aðstoðar lögreglu var einnig óskað vegna líkamsárásar í Hlíðunum. Viðkomandi var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var lögreglan einnig kölluð til vegna líkamsárásar í hverfi 201 en lögreglan gefur ekki upp hvernig því máli lauk.

Tveir ökumenn voru sektaðir fyrir að aka án tilskyldra réttinda. Annar ók án gildra réttinda í miðbæ Kópavogs en hinn var stöðvaður í Árbænum og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Báðir einstaklingar höfðu ítrekað gerst sekir um að próflausir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×