Eins og að kynda upp stóran hluta Ísafjarðar Lovísa Arnardóttir skrifar 26. júlí 2023 21:01 Orkustjóri Orkubús Vestfjarða, Elías Jónatansson, og Hilmar Kristjánsson Lyngmo, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjarhafna. Vísir/Samsett Á næsta ári munu smærri skemmtiferðaskip að öllum líkindum geta landtengt sig á Ísafirði. Hafnarstjóri segir að sterkari flutningsgetu þurfi á höfnina fyrir stærri skip. Orkustjóri Orkubús Vestfjarða segir nauðsynlegt að virkja meira á Vestfjörðum. Rafvæðing hafnarinnar á Ísafirði hófst fyrir um fjórum árum og lýkur líklega á næsta ári, en aðeins fyrir smærri skip. Hafnarstjóri Ísafjarðarhafna, Hilmar Kristjánsson Lyngmo, segir að frekari framkvæmd þurfi að ræða í hafnar- og bæjarstjórn en að það þurfi sterkari flutningsgetu á hafnarsvæðið. Í nýrri skýrslu er Ísland á topp tíu þeirra landa þar sem skemmtiferðaskip menga mest í Evrópu. Ísafjarðarhöfn gerir ráð fyrir því að taka við 180 skipum í sumar sem skilar þeim um 300 milljónum í tekjur. Hilmar segir að eins og stendur sé verið að stækka hafnarkantinn sem skemmtiferðaskipin leggi við og að frekari framkvæmdir verði ræddar í hafnarstjórn í vetur. „Það eru lagðar lagnaleiðir í kantinn þannig sé hægt að koma búnaði fyrir og tengja hann, ef og þegar það verður gert. En staðan á Ísafirði er þannig að það vantar sterkari flutningsgetu á hafnarsvæðið,“ segir Hilmar. Flest skipin með hreinsibúnað Hvað varðar mengun á Ísafirði segir Hilmar að um 90 prósent þeirra skipa sem leggi við bæinn séu með hreinsibúnað. „Það er oft hvít gufa sem kemur upp úr þeim sem er þá hreinsaður reykur, en ef það er dekkri reykur þá er mengun í því. Það sem af er sumri höfum við ekki lent í slysi eins og á Akureyri þar sem mökkurinn kom upp úr.“ Honum líst vel á einkunnagjöf sem hafin er á Akureyri og Hafnarfirði um mengun skipanna og segir aukna kröfu frá skipafélögum að geta landtengt. „Ég hef fengið í sumar og vor mikið af fyrirspurnum frá skipafélögum hvort það sé í boði að fá rafmagn. Þannig það er komin krafa frá skipafélögum að geta tengst, og sú pressa á eftir að aukast meira bara.“ Geta brugðist við á einu ári Orkustjóri Orkubús Vestfjarða segir engin tæknileg vandamál við það að rafvæða hafnirnar frekar og að þau geti brugðist við því á um ári. „Ef þetta yrði mikið afl þyrftum við að styrkja kerfið á Ísafjarðarhöfn og jafnvel með því að leggja nýjan streng í aðveitustöð í fjarðarbotninum og út á höfn. Það eru svona fjórir kílómetrar,“ segir Elías Jónatansson, orkustjóri, og að þrátt fyrir að um stóra framkvæmd sé að ræða sé ekkert sem mæli gegn því að framkvæma hana. Elías Jónatansson er orkustjóri Orkubús Vestfjarða og segir nauðsynlegt að virkja meira á Vestfjörðum. Vísir/Skjáskot Hann segir nauðsynlegt sé að virkja meira á Vestfjörðum til að anna eftirspurn, ekki bara fyrir skipin, heldur alla íbúa. „Það er enginn að fara að virkja meira út af einu verkefni, eða kúnna eins og Ísafjarðarhöfn, en almennt þá vantar að virkja meira á Vestfjörðum vegna aukinnar notkunar, ekki bara frá ferðamennsku heldur ýmissi atvinnustarfsemi. Fyrir utan að raforkuöryggið á Vestfjörðum er ekki nægilega mikið, og við þurfum að virkja bara þess vegna,“ segir Elías en eins og stendur er afl sótt utan Vestfjarða fyrir helming af þeirri orku sem er verið að nota. „Það þarf helst að virkja hér 30 til 40 megavött ef vel á að vera.“ Elías segir að skipin geti sannarlega verið stórir notendur. „við erum að tala um stærðargráðu, ef þetta á að vera allt aflið sem þau nota, þá erum við að tala um tíu til fimmtán megavött sem er svipað eins og við erum að nota á fjarvarmaveituna sem er á eyrinni. Hún er með uppsett afl tíu megavött. Þannig í samanburðinum er þetta eins og að kynda upp stóran hluta Ísafjarðar.“ Ísafjarðarbær Orkumál Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Tengdar fréttir „Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. 18. júlí 2023 13:04 Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Rafvæðing hafnarinnar á Ísafirði hófst fyrir um fjórum árum og lýkur líklega á næsta ári, en aðeins fyrir smærri skip. Hafnarstjóri Ísafjarðarhafna, Hilmar Kristjánsson Lyngmo, segir að frekari framkvæmd þurfi að ræða í hafnar- og bæjarstjórn en að það þurfi sterkari flutningsgetu á hafnarsvæðið. Í nýrri skýrslu er Ísland á topp tíu þeirra landa þar sem skemmtiferðaskip menga mest í Evrópu. Ísafjarðarhöfn gerir ráð fyrir því að taka við 180 skipum í sumar sem skilar þeim um 300 milljónum í tekjur. Hilmar segir að eins og stendur sé verið að stækka hafnarkantinn sem skemmtiferðaskipin leggi við og að frekari framkvæmdir verði ræddar í hafnarstjórn í vetur. „Það eru lagðar lagnaleiðir í kantinn þannig sé hægt að koma búnaði fyrir og tengja hann, ef og þegar það verður gert. En staðan á Ísafirði er þannig að það vantar sterkari flutningsgetu á hafnarsvæðið,“ segir Hilmar. Flest skipin með hreinsibúnað Hvað varðar mengun á Ísafirði segir Hilmar að um 90 prósent þeirra skipa sem leggi við bæinn séu með hreinsibúnað. „Það er oft hvít gufa sem kemur upp úr þeim sem er þá hreinsaður reykur, en ef það er dekkri reykur þá er mengun í því. Það sem af er sumri höfum við ekki lent í slysi eins og á Akureyri þar sem mökkurinn kom upp úr.“ Honum líst vel á einkunnagjöf sem hafin er á Akureyri og Hafnarfirði um mengun skipanna og segir aukna kröfu frá skipafélögum að geta landtengt. „Ég hef fengið í sumar og vor mikið af fyrirspurnum frá skipafélögum hvort það sé í boði að fá rafmagn. Þannig það er komin krafa frá skipafélögum að geta tengst, og sú pressa á eftir að aukast meira bara.“ Geta brugðist við á einu ári Orkustjóri Orkubús Vestfjarða segir engin tæknileg vandamál við það að rafvæða hafnirnar frekar og að þau geti brugðist við því á um ári. „Ef þetta yrði mikið afl þyrftum við að styrkja kerfið á Ísafjarðarhöfn og jafnvel með því að leggja nýjan streng í aðveitustöð í fjarðarbotninum og út á höfn. Það eru svona fjórir kílómetrar,“ segir Elías Jónatansson, orkustjóri, og að þrátt fyrir að um stóra framkvæmd sé að ræða sé ekkert sem mæli gegn því að framkvæma hana. Elías Jónatansson er orkustjóri Orkubús Vestfjarða og segir nauðsynlegt að virkja meira á Vestfjörðum. Vísir/Skjáskot Hann segir nauðsynlegt sé að virkja meira á Vestfjörðum til að anna eftirspurn, ekki bara fyrir skipin, heldur alla íbúa. „Það er enginn að fara að virkja meira út af einu verkefni, eða kúnna eins og Ísafjarðarhöfn, en almennt þá vantar að virkja meira á Vestfjörðum vegna aukinnar notkunar, ekki bara frá ferðamennsku heldur ýmissi atvinnustarfsemi. Fyrir utan að raforkuöryggið á Vestfjörðum er ekki nægilega mikið, og við þurfum að virkja bara þess vegna,“ segir Elías en eins og stendur er afl sótt utan Vestfjarða fyrir helming af þeirri orku sem er verið að nota. „Það þarf helst að virkja hér 30 til 40 megavött ef vel á að vera.“ Elías segir að skipin geti sannarlega verið stórir notendur. „við erum að tala um stærðargráðu, ef þetta á að vera allt aflið sem þau nota, þá erum við að tala um tíu til fimmtán megavött sem er svipað eins og við erum að nota á fjarvarmaveituna sem er á eyrinni. Hún er með uppsett afl tíu megavött. Þannig í samanburðinum er þetta eins og að kynda upp stóran hluta Ísafjarðar.“
Ísafjarðarbær Orkumál Skemmtiferðaskip á Íslandi Hafnarmál Tengdar fréttir „Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. 18. júlí 2023 13:04 Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05 Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Má ekki vera þannig að reikningurinn sé skilinn eftir handa landsmönnum“ Ráðherra segir áríðandi að ljúka rafvæðingu hafnanna. Skemmtiferðaskip menga mikið á Íslandi samkvæmt nýrri skýrslu. 18. júlí 2023 13:04
Mengunin stórt viðfangsefni sem veldur áhyggjum Forstjóri Umhverfisstofnunar segir losun skemmtiferða stórt viðfangsefni sem valdi áhyggjum. Það stefnir í metár í komu skemmtiferðaskipa til landsins. 16. júlí 2023 23:05
Skemmtiferðaskip eru mesti mengunarvaldur Evrópu Skemmtiferðaskip sem sigla á milli hafna í Evrópu eru helsti mengunarvaldur Evrópu. Skipin menguðu meira í fyrra en allir bílar álfunnar. 16. júlí 2023 12:08