„Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. ágúst 2023 07:02 Mustafa er á leið aftur heim til Íraks. Vísir/Einar Nýtt búsetuúrræði hefur verið opnað fyrir fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd og fengið endanlega synjun en lögreglu var falið að þjónusta þennan hóp eftir að útlendingalögum var breytt í vor. Nýtt búsetuúrræði var tekið í notkun um mánaðamótin fyrir þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni. Eftir lagabreytingu á útlendingalögum í vor er það þannig að umsækjendur sem fá endanleg synjun missa allan rétt á þjónustu eftir 30 daga. Ekki er þó heimilt að fella niður réttindi barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra eða óléttra kvenna. Ríkislögreglustjóri hefur nú opnað nýtt úrræðið sem er í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem áður var rekið úrræði á vegum Vinnumálastofnunar fyrir þau sem voru að bíða úrlausnar sinnar umsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra eru alls 25 umsækjendur búsettir í úrræðinu eins og stendur en þrír hafa þegar klárað dagana sína og misst rétt á þjónustu. Þá kemur fram í svarinu að alls hafi 50 einstaklingum verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu og hefur helmingur þeirra farið af landinu af sjálfsdáðum eða með aðstoð, eða látið sig hverfa úr þjónustu. Engin börn hafa verið búsett í úrræðinu síðan ríkislögreglustjóri tók við úrræðinu en fyrir þann tíma bjuggu bæði fjölskyldur og einstaklingar í húsinu. Fólk í ólíkri stöðu Í úrræðinu er að finna fólk í ólíkri stöðu, sumt sem vill fara og aðrir sem vilja það alls ekki. Fyrir utan hitti blaðamaður feðga sem hafa verið á landinu í fimm ár og hafa fengið endanlega synjun og eru aftur á leið til Túnis. Drengurinn er tvítugur, talar íslensku og hefur gengið í skóla á Íslandi. Faðirinn er stjarneðlisfræðingur. Þá hitti blaðamaður tvo menn sem átti að senda aftur til Grikklands vegna Dyflinnarreglugerðar. Þeir áttu von á því að enda í flóttamannabúðum eða á götunni. Þá hitti blaðamaður einnig Mustafa sem hafði misst alla von og var á leið aftur til Íraks. Hann sagðist þakklátur að hafa fengið að vera hér en að hann yrði að fara aftur heim, það væri ekkert tækifæri fyrir hann hér á landi. „Ég er frá höfuðborg Írak, Bagdad, og er hælisleitandi. Ég er einn þeirra sem hefur fengið synjun en ég kom hingað árið 2018. Mér hefur verið tilkynnt að ég verði að fara aftur til Írak og að ég fái þjónustu og einhvern stað að búa á í 30 daga. En aðeins í 30 daga, eftir það er fólki hent út,“ segir Mustafa og að á meðan hann dvelji í úrræðinu fái hann 10.700 krónur á viku og stað til að búa á. Það sé vel fylgst með og úrræðið sé eins og flóttamannabúðir. „Auðvitað eru þetta flóttamannabúðir. Það eru myndavélar og mikið eftirlit. Myndavélarnar taka allt upp.“ Hélt að það væri öðruvísi í Evrópu Mustafa segir að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fara aftur heim því hann hafi ekki séð tækifæri hér á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn. Ég hélt að Evrópa væri á hærra plani. Ég vissi ekki að lífið væri svona,“ segir hann og að hann hafi ekki fengið góða þjónustu eða viðtökur hjá Útlendingastofnun á meðan hann dvaldi hér. Hann segir að hann hafi farið í gegnum fjölda viðtala, þurft að sanna að hann væri frá Írak og að biðin hafi verið erfið. „Ég gerði mitt besta. Ég fékk atvinnuleyfi og vann í næstum ár og borgaði skatta. Ég lifði lífi mínu og á tvo bankareikninga,“ segir hann og að honum hafi liðið eins og hann væri hér í löglegu þrælahaldi. „Ég er að fara heim og mér er alveg sama hvað gerist. Ég er dáinn að innan og er alveg sama. Ég fer aftur og ef ég dey er það ekki vandamál.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið loks komið til lokaafgreiðslu í fimmtu tilraun Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum var samþykkt í dag að lokinni annarri umræðu á Alþingi, eftir ríflega hundrað klukkustunda umræður. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. 9. febrúar 2023 19:20 Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Afganskan konan ekki borin út og getur sótt um aftur Útlendingastofnun skoðar að breyta verklagi hvað varðar mál flóttafólks sem kemur hingað frá Ítalíu. Þar er yfirlýst neyðarástand vegna mikils álags og fjölda flóttafólks. 14. júlí 2023 13:01 Er ég, virkilega, allt sem þú hatar? Kynvitund, kynhneigð og klám. Til hvers að skrifa? Til hvers að opna glugga inn í mína tilvist, fortíð og nútið? Til hvers að berjast við vindmyllur hatursins sem mörg ykkar segja að séu ekki alvöru, bara ímyndun á sama tíma og þið viðurkennið ekki tilvist mína?! Vegna þess að þið viðurkennið ekki tilvist mína. Vegna þess að þið viljið skerða mannréttindi mín enn frekar en nú er, þrátt fyrir að ég búi ekki við sömu lagaleg og samfélagsleg réttindi og þið. Vegna þess að það er ennþá, við og þið, í stað okkar. 24. júlí 2023 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Nýtt búsetuúrræði var tekið í notkun um mánaðamótin fyrir þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið endanlega synjun á umsókn sinni. Eftir lagabreytingu á útlendingalögum í vor er það þannig að umsækjendur sem fá endanleg synjun missa allan rétt á þjónustu eftir 30 daga. Ekki er þó heimilt að fella niður réttindi barna, foreldra eða umsjónarmanna þeirra eða óléttra kvenna. Ríkislögreglustjóri hefur nú opnað nýtt úrræðið sem er í Bæjarhrauni í Hafnarfirði þar sem áður var rekið úrræði á vegum Vinnumálastofnunar fyrir þau sem voru að bíða úrlausnar sinnar umsóknar. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra eru alls 25 umsækjendur búsettir í úrræðinu eins og stendur en þrír hafa þegar klárað dagana sína og misst rétt á þjónustu. Þá kemur fram í svarinu að alls hafi 50 einstaklingum verið tilkynnt um niðurfellingu þjónustu og hefur helmingur þeirra farið af landinu af sjálfsdáðum eða með aðstoð, eða látið sig hverfa úr þjónustu. Engin börn hafa verið búsett í úrræðinu síðan ríkislögreglustjóri tók við úrræðinu en fyrir þann tíma bjuggu bæði fjölskyldur og einstaklingar í húsinu. Fólk í ólíkri stöðu Í úrræðinu er að finna fólk í ólíkri stöðu, sumt sem vill fara og aðrir sem vilja það alls ekki. Fyrir utan hitti blaðamaður feðga sem hafa verið á landinu í fimm ár og hafa fengið endanlega synjun og eru aftur á leið til Túnis. Drengurinn er tvítugur, talar íslensku og hefur gengið í skóla á Íslandi. Faðirinn er stjarneðlisfræðingur. Þá hitti blaðamaður tvo menn sem átti að senda aftur til Grikklands vegna Dyflinnarreglugerðar. Þeir áttu von á því að enda í flóttamannabúðum eða á götunni. Þá hitti blaðamaður einnig Mustafa sem hafði misst alla von og var á leið aftur til Íraks. Hann sagðist þakklátur að hafa fengið að vera hér en að hann yrði að fara aftur heim, það væri ekkert tækifæri fyrir hann hér á landi. „Ég er frá höfuðborg Írak, Bagdad, og er hælisleitandi. Ég er einn þeirra sem hefur fengið synjun en ég kom hingað árið 2018. Mér hefur verið tilkynnt að ég verði að fara aftur til Írak og að ég fái þjónustu og einhvern stað að búa á í 30 daga. En aðeins í 30 daga, eftir það er fólki hent út,“ segir Mustafa og að á meðan hann dvelji í úrræðinu fái hann 10.700 krónur á viku og stað til að búa á. Það sé vel fylgst með og úrræðið sé eins og flóttamannabúðir. „Auðvitað eru þetta flóttamannabúðir. Það eru myndavélar og mikið eftirlit. Myndavélarnar taka allt upp.“ Hélt að það væri öðruvísi í Evrópu Mustafa segir að hann hafi sjálfur óskað eftir því að fara aftur heim því hann hafi ekki séð tækifæri hér á Íslandi. „Ég bjóst ekki við því að Ísland kæmi svona fram við flóttamenn. Ég hélt að Evrópa væri á hærra plani. Ég vissi ekki að lífið væri svona,“ segir hann og að hann hafi ekki fengið góða þjónustu eða viðtökur hjá Útlendingastofnun á meðan hann dvaldi hér. Hann segir að hann hafi farið í gegnum fjölda viðtala, þurft að sanna að hann væri frá Írak og að biðin hafi verið erfið. „Ég gerði mitt besta. Ég fékk atvinnuleyfi og vann í næstum ár og borgaði skatta. Ég lifði lífi mínu og á tvo bankareikninga,“ segir hann og að honum hafi liðið eins og hann væri hér í löglegu þrælahaldi. „Ég er að fara heim og mér er alveg sama hvað gerist. Ég er dáinn að innan og er alveg sama. Ég fer aftur og ef ég dey er það ekki vandamál.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Hafnarfjörður Tengdar fréttir Útlendingafrumvarpið loks komið til lokaafgreiðslu í fimmtu tilraun Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum var samþykkt í dag að lokinni annarri umræðu á Alþingi, eftir ríflega hundrað klukkustunda umræður. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. 9. febrúar 2023 19:20 Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03 Afganskan konan ekki borin út og getur sótt um aftur Útlendingastofnun skoðar að breyta verklagi hvað varðar mál flóttafólks sem kemur hingað frá Ítalíu. Þar er yfirlýst neyðarástand vegna mikils álags og fjölda flóttafólks. 14. júlí 2023 13:01 Er ég, virkilega, allt sem þú hatar? Kynvitund, kynhneigð og klám. Til hvers að skrifa? Til hvers að opna glugga inn í mína tilvist, fortíð og nútið? Til hvers að berjast við vindmyllur hatursins sem mörg ykkar segja að séu ekki alvöru, bara ímyndun á sama tíma og þið viðurkennið ekki tilvist mína?! Vegna þess að þið viðurkennið ekki tilvist mína. Vegna þess að þið viljið skerða mannréttindi mín enn frekar en nú er, þrátt fyrir að ég búi ekki við sömu lagaleg og samfélagsleg réttindi og þið. Vegna þess að það er ennþá, við og þið, í stað okkar. 24. júlí 2023 08:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Sjá meira
Útlendingafrumvarpið loks komið til lokaafgreiðslu í fimmtu tilraun Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum var samþykkt í dag að lokinni annarri umræðu á Alþingi, eftir ríflega hundrað klukkustunda umræður. Allar breytingatillögur stjórnarandstöðunnar voru felldar. 9. febrúar 2023 19:20
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra lang fyrirferðarmesta málið Alls voru haldnir 123 þingfundir á 153. löggjafarþingi, sem lauk á föstudag. Þingfundadagar voru 105 og stóðu þingfundirnir í samtals 659 og hálfa klukkustund. 12. júní 2023 07:03
Afganskan konan ekki borin út og getur sótt um aftur Útlendingastofnun skoðar að breyta verklagi hvað varðar mál flóttafólks sem kemur hingað frá Ítalíu. Þar er yfirlýst neyðarástand vegna mikils álags og fjölda flóttafólks. 14. júlí 2023 13:01
Er ég, virkilega, allt sem þú hatar? Kynvitund, kynhneigð og klám. Til hvers að skrifa? Til hvers að opna glugga inn í mína tilvist, fortíð og nútið? Til hvers að berjast við vindmyllur hatursins sem mörg ykkar segja að séu ekki alvöru, bara ímyndun á sama tíma og þið viðurkennið ekki tilvist mína?! Vegna þess að þið viðurkennið ekki tilvist mína. Vegna þess að þið viljið skerða mannréttindi mín enn frekar en nú er, þrátt fyrir að ég búi ekki við sömu lagaleg og samfélagsleg réttindi og þið. Vegna þess að það er ennþá, við og þið, í stað okkar. 24. júlí 2023 08:00