Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2023 16:22 Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Vísir/vilhelm Íslandsbanki hagnaðist um 12,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og þar af um 6,1 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hagnaður eykst milli ára en hann nam 11,1 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2022. Bankastjóri segir rekstur bankans hafa gengið vel á ársfjórðungnum sem hafi einnig einkennst af stórum áskorunum í tengslum við sölu á hlutum ríkisins í bankanum. Íslandsbanki er seinastur þriggja stóru viðskiptabankanna til að birta árshlutauppgjör sitt. Á dögunum var tilkynnt að Arion banki hafi hagnast um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og Landsbankinn um 14,5 milljarða á sama tímabili. Hluthafafundur Íslandsbanka fer fram á morgun en boðað var til hans í kjölfar þess að Íslandsbanki gerðist sekur um lögbrot við sölu á hlutum í bankanum. Á hluthafafundinum verður ný stjórn bankans kjörin en formaður og varaformaður stjórnar hafa ákveðið að stíga til hliðar. Á öðrum ársfjórðungi jukust hreinar vaxtatekjur Íslandsbanka um 23,0% á milli ára og námu 12,6 milljörðum króna, samanborið við 10,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hreinar þóknanatekjur jukust um 4,6% á milli ára og námu samtals 3,6 milljörðum króna á ársfjórðungnum, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama ársfjórðungi ársins 2022. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Íslandsbanka. Vaxtamunur var 3,2% á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 2,9% á sama ársfjórðungi ársins 2022. Þá jukust útlán til viðskiptavina um 18,8 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 1,5% og voru 1.238 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs 2023. Eiginfjárhlutfall bankans eykst Aukning á innlánum frá viðskiptavinum á öðrum ársfjórðungi nam 16,6 milljörðum króna eða um 2,1%. Innlán voru 817 milljarðar króna í lok fjórðungsins. Eigið fé bankans nam 215,5 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 218,9 milljarða króna í lok árs 2022. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,2% í lok annars ársfjórðungs, samanborið við 22,2% í árslok 2022. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 20,0%, samanborið við 18,8% í lok síðasta árs. Arðsemi eigin fjár á öðrum ársfjórðungi var 11,5% á ársgrundvelli og telst yfir fjárhagslegum markmiðum stjórnenda bankans. Hagur Íslandsbanka vænkaðist milli ára.Vísir/Egill Stjórnunarkostnaður hækkar Hrein fjármagnsgjöld námu 559 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, samanborið við fjármunatekjur að fjárhæð 208 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Stjórnunarkostnaður nam 6,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, ef frá er talin gjaldfærsla vegna stjórnvaldssektar sem nam 860 milljónum króna, samanborið við 6,0 milljarða króna stjórnunarkostnað á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Um er að ræða 11,7% hækkun stjórnunarkostnaðar milli ára. Jafnframt kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að kostnaðarhlutfall bankans hafi verið 42,6% á öðrum ársfjórðungi og lækkað úr 42,7% frá fyrra ári. Hlutfallið er reiknað án bankaskatts og einskiptiskostnaðar, þar með talið 860 milljónum króna sem voru gjaldfærðar vegna stjórnvaldssektar. Jákvæð virðisrýrnun nam 1.245 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, og má að sögn stjórnenda helst rekja til þess að virðisrýrnun nokkurra lánamála var færð til baka vegna góðra horfa í ferðamannaþjónustu. Virðisrýrnunin var jákvæð um 575 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2022. Biðjast afsökunar á framkvæmd útboðsins Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að stærsta áskorun bankans á öðrum ársfjórðungi hafi verið sú niðurstaða fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands að starfsmenn hafi brotið lög við sölu á hlutum ríkisins í bankanum í mars 2022. Íslandsbanki lýkur málinu með sátt við Seðlabankann og greiðslu 1,2 milljarða króna sektar. „Við hörmum þá ágalla sem voru á framkvæmd bankans vegna útboðsins og biðjumst afsökunar á þeim. Mikil vinna hefur staðið yfir til að mæta úrbótarkröfum fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og mun sú vinna halda áfram næstu misserin,“ er haft eftir Jóni í tilkynningu. Það var niðurstaða fjármálaeftirlitsins að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Birna Einarsdóttir hætti sem bankastjóri Íslandsbanki í lok júní eftir mikla umræðu um framgöngu Íslandsbanka í útboðsferlinu í mars 2022.Vísir/Vilhelm Birna Einarsdóttir sagði af sér sem bankastjóri Íslandsbanka í lok júní. Auk hennar hafa fleiri hætt hjá bankanum í kjölfar niðurstöðu Seðlabankans. Þeirra á meðal eru Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans. Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Ari keypti bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í fyrra. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu var honum óheimilt að taka þátt í útboðinu miðað við reglur um viðskipti stjórnenda. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsbanki Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. 26. júlí 2023 17:00 Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Íslandsbanki er seinastur þriggja stóru viðskiptabankanna til að birta árshlutauppgjör sitt. Á dögunum var tilkynnt að Arion banki hafi hagnast um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi ársins og Landsbankinn um 14,5 milljarða á sama tímabili. Hluthafafundur Íslandsbanka fer fram á morgun en boðað var til hans í kjölfar þess að Íslandsbanki gerðist sekur um lögbrot við sölu á hlutum í bankanum. Á hluthafafundinum verður ný stjórn bankans kjörin en formaður og varaformaður stjórnar hafa ákveðið að stíga til hliðar. Á öðrum ársfjórðungi jukust hreinar vaxtatekjur Íslandsbanka um 23,0% á milli ára og námu 12,6 milljörðum króna, samanborið við 10,3 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Hreinar þóknanatekjur jukust um 4,6% á milli ára og námu samtals 3,6 milljörðum króna á ársfjórðungnum, samanborið við 3,4 milljarða króna á sama ársfjórðungi ársins 2022. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Íslandsbanka. Vaxtamunur var 3,2% á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 2,9% á sama ársfjórðungi ársins 2022. Þá jukust útlán til viðskiptavina um 18,8 milljarða króna á fjórðungnum, eða um 1,5% og voru 1.238 milljarðar króna í lok annars ársfjórðungs 2023. Eiginfjárhlutfall bankans eykst Aukning á innlánum frá viðskiptavinum á öðrum ársfjórðungi nam 16,6 milljörðum króna eða um 2,1%. Innlán voru 817 milljarðar króna í lok fjórðungsins. Eigið fé bankans nam 215,5 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 218,9 milljarða króna í lok árs 2022. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,2% í lok annars ársfjórðungs, samanborið við 22,2% í árslok 2022. Samsvarandi eiginfjárhlutfall almenns þáttar 1 (CET1) var 20,0%, samanborið við 18,8% í lok síðasta árs. Arðsemi eigin fjár á öðrum ársfjórðungi var 11,5% á ársgrundvelli og telst yfir fjárhagslegum markmiðum stjórnenda bankans. Hagur Íslandsbanka vænkaðist milli ára.Vísir/Egill Stjórnunarkostnaður hækkar Hrein fjármagnsgjöld námu 559 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, samanborið við fjármunatekjur að fjárhæð 208 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Stjórnunarkostnaður nam 6,7 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi, ef frá er talin gjaldfærsla vegna stjórnvaldssektar sem nam 860 milljónum króna, samanborið við 6,0 milljarða króna stjórnunarkostnað á öðrum ársfjórðungi í fyrra. Um er að ræða 11,7% hækkun stjórnunarkostnaðar milli ára. Jafnframt kemur fram í tilkynningu til Kauphallar að kostnaðarhlutfall bankans hafi verið 42,6% á öðrum ársfjórðungi og lækkað úr 42,7% frá fyrra ári. Hlutfallið er reiknað án bankaskatts og einskiptiskostnaðar, þar með talið 860 milljónum króna sem voru gjaldfærðar vegna stjórnvaldssektar. Jákvæð virðisrýrnun nam 1.245 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi, og má að sögn stjórnenda helst rekja til þess að virðisrýrnun nokkurra lánamála var færð til baka vegna góðra horfa í ferðamannaþjónustu. Virðisrýrnunin var jákvæð um 575 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi 2022. Biðjast afsökunar á framkvæmd útboðsins Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að stærsta áskorun bankans á öðrum ársfjórðungi hafi verið sú niðurstaða fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands að starfsmenn hafi brotið lög við sölu á hlutum ríkisins í bankanum í mars 2022. Íslandsbanki lýkur málinu með sátt við Seðlabankann og greiðslu 1,2 milljarða króna sektar. „Við hörmum þá ágalla sem voru á framkvæmd bankans vegna útboðsins og biðjumst afsökunar á þeim. Mikil vinna hefur staðið yfir til að mæta úrbótarkröfum fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands og mun sú vinna halda áfram næstu misserin,“ er haft eftir Jóni í tilkynningu. Það var niðurstaða fjármálaeftirlitsins að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning framkvæmd útboðsins. Birna Einarsdóttir hætti sem bankastjóri Íslandsbanki í lok júní eftir mikla umræðu um framgöngu Íslandsbanka í útboðsferlinu í mars 2022.Vísir/Vilhelm Birna Einarsdóttir sagði af sér sem bankastjóri Íslandsbanka í lok júní. Auk hennar hafa fleiri hætt hjá bankanum í kjölfar niðurstöðu Seðlabankans. Þeirra á meðal eru Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta, og Atli Rafn Björnsson, sem stýrði fyrirtækjaráðgjöf bankans. Finnur Árnason, Guðrún Þorgeirsdóttir og Ari Daníelsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Íslandsbanka. Finnur er núverandi stjórnarformaður bankans og Guðrún varaformaður. Ari keypti bréf fyrir tæpar 55 milljónir króna í útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka sem fram fór í fyrra. Samkvæmt fjármálaeftirlitinu var honum óheimilt að taka þátt í útboðinu miðað við reglur um viðskipti stjórnenda. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsbanki Íslenskir bankar Kauphöllin Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. 26. júlí 2023 17:00 Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna Arion banki hagnaðist um 13,4 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þar af nam hagnaður 7,1 milljarði króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 10,1 milljarða á sama tímabili í fyrra. Bankastjóri segir uppgjörið vera í takt við væntingar. 26. júlí 2023 17:00
Hagnast um 14,5 milljarða og greiða 16,5 fyrir nýjar höfuðstöðvar Landsbankinn hagnaðist um 14,5 milljarða króna á fyrri helmingi ársins 2023, þar af 6,7 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Hreinar vaxtatekjur jukust um 28,6% milli ára og hreinar þjónustutekjur um 6,1%. Kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva hefur farið fram úr áætlun og er nú áætlaður 16,5 milljarðar 20. júlí 2023 13:18