Fótbolti

David Silva leggur skóna á hilluna

Siggeir Ævarsson skrifar
Silva með Englandsmeistarabikarinn 2019
Silva með Englandsmeistarabikarinn 2019 Vísir/Getty

Spænski knattspyrnumaðurinn David Silva tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta. Þessi tilkynning hefur legið í loftinu síðustu daga en Silva sleit krossband á æfingu með liði sínu Real Sociedad þann 21. júlí síðastliðinn.

Silva var lykilmaður í liði Manchester City á árunum 2010-2020 og var fyrirliði liðsins síðasta tímabilið sem hann lék þar. Alls lék hann yfir 400 leiki fyrir City og vann fjóra Englandsmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og fimm deildarbikarmeistaratitla.

Þá lék hann alls 125 landsleiki fyrir Spán, en Spánverjar urðu tvisvar Evrópumeistarar og einu sinni heimsmeistarar meðan Silva var í liðinu. Hann skoraði alls 35 landsliðsmörk, sem gerir hann að fjórða markahæsta leikmanni í sögu Spánar. Hann bætti við 29 stoðsendingum, sem er það næst mesta sem nokkur leikmaður Spánar hefur lagt upp.

Silva greindi frá tíðindunum sjálfur á Twitter í dag, þar sem hann kveður fótbotlann með tár á hvarmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×