Heimsmeistarinn muni fá á sig refsingu Aron Guðmundsson skrifar 28. júlí 2023 16:00 Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og forystusauðurinn í stigakeppninni á yfirstandandi tímabili mun fá fimm sæta refsingu fyrir komandi kappakstur á Spa Francorchamps brautinni í Belgíu sem fram fer á sunnudaginn. Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina. Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Refsinguna hlýtur Verstappen vegna þess að skipt verður um gírkassa í Red Bull bíl hans fyrir keppni og því verður það ljóst eftir tímatökur síðar í dag hvar heimsmeistarinn mun verða staðsettur á rásröðinni á sunnudaginn. Það er Sky Sports sem greinir frá vendingunum en þær hafa ekki verið staðfestar af Alþjóða akstursíþróttasambandinu. Búist er við afar krefjandi aðstæðum á Spa Francorchamps brautinni um helgina, rigningu sem mun gera ökumönnum erfitt fyrir á þessari hröðu braut. Í regluverki Formúlu 1 er kveðið á um að skipta megi um gírkassa í hverjum og einum bíl alls fjórum sinnum yfir eitt tímabil, Verstappen er fyrsti ökumaðurinn sem mun fá fimmta mismundandi gírkassann í bíl sinn á yfirstandandi tímabili. Þó má ætla að í herbúðum Red Bull Racing séu menn ansi rólegur yfir þessari fimm sæta refsingu. Verstappen hefur borið höfuð og herðar yfir keppinauta sína á yfirstandandi tímabili í besta bílnum á rásröðinni og hefur búið sér til 110 stiga forystu á toppi stigakeppni ökumanna. Komandi keppnishelgi í Belgíu er sú síðasta fyrir sumarfrí í Formúlu 1, þar að auki er um sprettkeppnis helgi að ræða og því má búast við nóg af dramatík á blautri Spa Francorchamps um helgina.
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira