Íslenski boltinn

Úrslitaleikirnir á Rey Cup sýndir á Stöð 2 Sport

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bayern München er meðal félaga sem sendir lið á Rey Cup.
Bayern München er meðal félaga sem sendir lið á Rey Cup. rey cup

Stöð 2 Sport sýnir beint frá úrslitaleikjunum á Rey Cup á sunnudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert.

Rey Cup er alþjóðlegt fótboltamót í Laugardalnum þar sem 3. og 4. flokkur karla og kvenna keppa. Um 2.300 keppendur og 133 lið keppa á Rey Cup að þessu sinni. Aldrei hafa verið fleiri erlend lið á mótinu. Meðal þeirra félaga sem senda fulltrúa á mótið er Bayern München.

Mótið hófst á miðvikudaginn og lýkur á sunnudaginn. Þá fara úrslitaleikir Rey Cup fram á Laugardalsvelli og verða þeir sýndir beint á Stöð 2 Sport.

Klukkan 12:00 verður úrslitaleikur 4. flokks karla sýndur og klukkutíma síðar er komið að úrslitaleik í 4. flokki kvenna. Úrslitaleikur 3. flokks karla verður sýndur klukkan 14:00 og úrslitaleikurinn í 3. flokki kvenna klukkutíma seinna. Síðan verður sýnt frá verðlaunaafhendingu klukkan 16:00.

Klukkan 18:15 á fimmtudaginn verður svo sýndur þáttur um Rey Cup á Stöð 2 Sport í umsjá Andra Más Eggertssonar.


Tengdar fréttir

Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku

Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×