Sjáðu mörkin úr fræknum sigri KA á Dundalk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2023 11:56 Bjarni Aðalsteinsson og Sveinn Margeir Hauksson skoruðu mörk KA gegn Dundalk. vísir/hulda margrét KA er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dundalk frá Írlandi í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-1 sigur í fyrri leiknum í gær. KA hefur unnið alla þrjá leiki sína í Sambandsdeildinni í sumar og er komið með annan fótinn í 3. umferð forkeppninnar eftir sigurinn á Framvellinum í gær. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. KA náði forystunni á 28. mínútu þegar Bjarni Aðalsteinsson skoraði eftir frábæra sókn og sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar. Fjórum mínútum síðar jafnaði Daniel Kelly fyrir Dundalk. Næstu mínútur tilheyrði sviðið hins vegar Sveini Margeiri Haukssyni. Hann kom KA-mönnum aftur yfir eftir stungusendingu Daníels Hafsteinssonar á 37. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks bætti hann öðru marki við. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, átti þá sendingu út í vítateiginn, Hallgrímur Mar lét boltann fara milli fóta sér og hann endaði hjá Sveini sem skoraði öðru sinni. Fleiri urðu mörkin ekki og KA fagnaði góðum sigri. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ef KA nær í hagstæð úrslit á Írlandi á fimmtudaginn eftir viku mætir liðið væntanlega Club Brugge í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Club Brugge er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn gegn AGF. Sambandsdeild Evrópu KA Tengdar fréttir Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. 27. júlí 2023 15:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
KA hefur unnið alla þrjá leiki sína í Sambandsdeildinni í sumar og er komið með annan fótinn í 3. umferð forkeppninnar eftir sigurinn á Framvellinum í gær. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. KA náði forystunni á 28. mínútu þegar Bjarni Aðalsteinsson skoraði eftir frábæra sókn og sendingu Hallgríms Mar Steingrímssonar. Fjórum mínútum síðar jafnaði Daniel Kelly fyrir Dundalk. Næstu mínútur tilheyrði sviðið hins vegar Sveini Margeiri Haukssyni. Hann kom KA-mönnum aftur yfir eftir stungusendingu Daníels Hafsteinssonar á 37. mínútu og á lokamínútu fyrri hálfleiks bætti hann öðru marki við. Ásgeir Sigurgeirsson, fyrirliði KA, átti þá sendingu út í vítateiginn, Hallgrímur Mar lét boltann fara milli fóta sér og hann endaði hjá Sveini sem skoraði öðru sinni. Fleiri urðu mörkin ekki og KA fagnaði góðum sigri. Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Ef KA nær í hagstæð úrslit á Írlandi á fimmtudaginn eftir viku mætir liðið væntanlega Club Brugge í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Club Brugge er 3-0 yfir eftir fyrri leikinn gegn AGF.
Sambandsdeild Evrópu KA Tengdar fréttir Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. 27. júlí 2023 15:01 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. 27. júlí 2023 21:41
Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58
Útileikir Breiðabliks og KA sýndir beint á Stöð 2 Sport Næstu útileikir Breiðabliks og KA í Evrópukeppnum verða sýndir á Stöð 2 Sport. 27. júlí 2023 15:01