„Líkt og kom fram í tilkynningu okkar og eins og þessar ákvarðanir eru nú alltaf, þá er þetta erfið ákvörðun að taka og kannski sérstaklega í þessu tilviki í ljósi þess hvers á undan er gengið og tengsl okkar við Jón Þóri og hans framlag til félagsins.“
Hvernig tók Jón Þórir þessum fréttum?
„Nonni er náttúrulega alltaf mjög fagmannlegur og rosalega góður karakter. Hann er eldri en tvær vetur í þessum bransi og tók þessu því mjög fagmannlega. En auðvitað er þetta alltaf erfitt.“
Er leit að nýjum þjálfara hafin?
„Ragnar Sigurðsson hefur tekið við liðinu ásamt Aðalsteini Aðalsteinssyni og ekkert útilokað með að þeir stýri liðinu áfram en á sama skapi heldur ekkert útilokað að nýr þjálfari verði ráðinn inn áður en að tímabilinu lýkur.“
Hafið þið rætt við einhverja þjálfara fyrir utan þessa sem hafa nú tekið við liðinu?
„Ekki enn sem komið er, til þess að tala um. En eins og þið vitið þá eiga samtöl og umræður sér alltaf stað í boltanum en ég get staðfest að það eru engar formlegar viðræður í gangi.“
Fótbolti.net greindi frá því í frétt sinni eftir tap Fram gegn Stjörnunni á dögunum það hafi verið í umræðunni að Ágúst Gylfason myndi taka við þjálfarastarfinu hjá Fram.
Hafið þið rætt við þann þjálfara?
„Ég get staðfest að við höfum ekki haft samband við Ágúst.“