Reykholtshátíð í Reykholti um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. júlí 2023 12:31 Mikill fjöldi fólks sækir alltaf Reykholtshátíð. Valgerður G. Halldórsdóttir Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun. Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Hátíðin er meðal rótgrónustu tónlistarhátíða landsins en á henni koma fram tónlistarmenn úr ýmsum áttum en efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt, bæði kammerverk, kórverk og einsöngslög. Listrænir stjórnendur Reykholtshátíðar eru hjónin Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson en Þórunn Ósk fer hér yfir helstu atriði hátíðarinnar. „Það eru fernir tónleikar. Opnunartónleikarnir voru í gærkvöldi þar sem Anna Dóra Sturludóttir, messósópran, ein af okkar ástsælustu messósópran söngkonum söng inn hátíðina. Eftir hádegi í dag eru síðan kórtónleikar og í kvöld eru mjög blandaðir tónleikar, bæði fiðlusónötur og einsöngur þar sem Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi kemur og syngur nýjar tónsmíðar eftir vinkonu sína í Hjarðarholti. Þannig að þetta er svolítið tengt vesturlandinu. Þeir Pétur og Bjarni Frímann flytja Sónötu fyrir fiðlu og píanó nr.2 eftir Béla Bartók og þeir ljúka svo tónleikunum ásamt Sigurði Bjarka með flutningi Tríós fyrir fiðlu, selló og píanó nr. 1 í d-moll eftir Felix Mendelssohn. Svo á morgun eru lokatónleikar klukkan fjögur þar sem verður ekkert nema gaman,“ segir Þórunn Ósk. Efnisskrá helgarinnar er mjög fjölbreytt og áhugaverð. Valgerður G. Halldórdóttir Þórunn segir Reykholtshátíðina mjög upplífgandi fyrir staðinn og draga alltaf mikið af fólki til sín. Hátíðarmessa verður haldin á morgun í kirkjunni í tilefni af vígsluafmæli hennar og svo býður Snorrastofa upp á fyrirlestur um Sæmund Fróða. „Það eru allir hjartanlega velkomnir og tónleikarnir eru fjölbreyttir, skemmtilegir og það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Líka þeir, sem eru ekkert vanir að hlusta á klassíska tónlist endilega, það geta allir haft gaman af Reykholtshátíðinni“, bætir Þórunn Ósk við. Heimasíða hátíðarinnar
Borgarbyggð Menning Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira