Körfubolti

Ísland með tveggja stiga sigur á Ísrael í spennuleik

Siggeir Ævarsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason var með tvöfalda tvennu í dag
Tryggvi Snær Hlinason var með tvöfalda tvennu í dag VÍSIR/BÁRA

Íslenska landsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Ísrael í æfingaleik í dag, lokatölur 79-81. Leikurinn varð æsispennandi í lokin þar sem liðin skiptust á að skora en Íslendingar reyndust seigari í blálokin.

Leikurinn fór fram í Ungverjalandi en liðið leikur annan æfingaleik á morgun, gegn heimamönnum og fer sá leikur fram kl. 15:00 að íslenskum tíma. Leikirnir eru liðir í undirbúningi liðsins fyrir forkeppni Ólympuleikanna sem fer fram í næsta mánuði. 

Styrmir Snær Þrastarson var stigahæstur íslenska liðsins með 14 stig og níu fráköst. Þrír leikmenn komu svo næstir, allir með tólf stig. Tryggvi Snær Hlinason með tólf stig og tíu fráköst og þá skoruðu Jón Axel Guðmundsson og Ægir Þór Steinarsson báðir tólf stig og gáfu sitthvorar sex stoðsendingarnar.

Upptöku af leiknum má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×