Lífið

Grýtti hljóðnema í aðdáanda

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Rapparinn Cardi B.
Rapparinn Cardi B. Vísir/Getty

Framkoma rapparans Cardi B á tónleikum í Las Vegas í gær fór ekki sem skyldi. Við flutning á laginu Bodak yellow grýtti hún hljóðnema í konu sem kastaði drykk yfir rapparann á sviðinu. 

Myndband af atvikinu hefur vakið athygli.

Nokkuð hefur borið á því að aðdáendur hendi hlutum í átt að tónlistarmönnum á tónleikum undanfarið. Cardi B hafði greinilega fengið sig fullsadda af þessari hegðun tónleikagesta og kastaði hljóðnema sínum til baka.

Á myndbandinu sjást verðir Cardi B grípa í tónleikagestinn áður en Cardi hélt áfram með flutninginn.

Í umfjöllun CNN um málið segir að fleiri tónlistarmenn hafi lent í svipuð atviki þar sem tónliekagestir kasti einhverju að þeim á sviðinu, og jafnvel með þeim afleiðingum að tónlistarmenn hljóti skaða af. Þar megi nefna Harry Styles, Drake, Kelsea Ballerini og Bebe Rexha.


Tengdar fréttir

Cardi B svarar 73 spurningum

Söngkonan vinsæla Cardi B tók á dögunum þátt í reglulegum lið á YouTube-síðu tímaritsins Vogue.

Cardi B játar líkams­á­rás á stripp­stað

Rapparinn Cardi B játaði í dag að hafa skipulagt árás og ráðist á starfsmann strippstaðarins Angels í New York árið 2018. Cardi taldi að einn starfsmanna barsins væri viðhald eiginmanns hennar, Offset.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×