Fyrir 699 dollara geturðu látið Jimmy Butler rústa þér 1-1 í körfubolta Siggeir Ævarsson skrifar 30. júlí 2023 23:30 Jimmy Butler er þekktur fyrir mikið keppnisskap Vísir/Getty Jimmy Butler, leikmaður Miami Heat, stendur fyrir körfuboltabúðum fyrir 7-18 ára börn dagana 26. og 27. ágúst í Fort Lauderdale. Nokkrir heppnir þátttakendur geta borgað aukalega fyrir að spila 1-1 á móti Butler. Þátttaka í búðunum kostar 349 dollara og er allt það helsta innifalið fyrir unga og upprennandi körfuboltaiðkendur. En fyrir 699 dollara er hægt að bóka 1-1 einvígi gegn Butler á seinni degi búðanna, og aðeins eru örfá sæti í boði, fyrstir koma fyrstir fá. Reglurnar eru einfaldar, fyrstur til að skora tvær körfur vinnur og foreldrar mega keppa á móti Butler ef þeir vilja. Það verður að teljast nokkuð líklegt að Butler vinni hvert einasta einvígi, nema auðvitað að hann leyfi andstæðingunum að vinna. Butler, sem hefur sex sinnum verið valinn í stjörnuleik NBA, fimm sinnum á annað varnarlið ársins og er tveir metrar á hæð og 100 kg, getur skorað að vild gegn hverjum sem er hvenær sem er. Nokkrir notendur vefsíðunnar Reddit töldu að þeir gætu auðveldlega unnið Butler 1-1. Hversu góður gæti hann eiginlega verið? Svarið er mjög góður. Fyrir nokkrum árum ákvað NBA goðsögnin Brian Scalabrine að leyfa nokkrum meðalljónum að keppa við sig, en hann var orðinn leiður á að sjá netnotendur fullyrða að þeir gætu rústað honum í körfu. Scalabrine, sem var aldrei nema kannski tæplega meðalleikmaður í NBA og skoraði 3,1 stig að meðaltali á ferlinum, rústaði að sjálfsögðu öllum leikjunum. Eins og hann sagði sjálfur eftir þetta: „Ég er nær LeBron í getu en þú ert mér.“ Körfubolti NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sjá meira
Þátttaka í búðunum kostar 349 dollara og er allt það helsta innifalið fyrir unga og upprennandi körfuboltaiðkendur. En fyrir 699 dollara er hægt að bóka 1-1 einvígi gegn Butler á seinni degi búðanna, og aðeins eru örfá sæti í boði, fyrstir koma fyrstir fá. Reglurnar eru einfaldar, fyrstur til að skora tvær körfur vinnur og foreldrar mega keppa á móti Butler ef þeir vilja. Það verður að teljast nokkuð líklegt að Butler vinni hvert einasta einvígi, nema auðvitað að hann leyfi andstæðingunum að vinna. Butler, sem hefur sex sinnum verið valinn í stjörnuleik NBA, fimm sinnum á annað varnarlið ársins og er tveir metrar á hæð og 100 kg, getur skorað að vild gegn hverjum sem er hvenær sem er. Nokkrir notendur vefsíðunnar Reddit töldu að þeir gætu auðveldlega unnið Butler 1-1. Hversu góður gæti hann eiginlega verið? Svarið er mjög góður. Fyrir nokkrum árum ákvað NBA goðsögnin Brian Scalabrine að leyfa nokkrum meðalljónum að keppa við sig, en hann var orðinn leiður á að sjá netnotendur fullyrða að þeir gætu rústað honum í körfu. Scalabrine, sem var aldrei nema kannski tæplega meðalleikmaður í NBA og skoraði 3,1 stig að meðaltali á ferlinum, rústaði að sjálfsögðu öllum leikjunum. Eins og hann sagði sjálfur eftir þetta: „Ég er nær LeBron í getu en þú ert mér.“
Körfubolti NBA Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum