„Stríðið færist til Rússlands“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 23:24 Rússneskur hermaður virðir fyrir sér eyðileggingu eftir drónaárás sem Rússar saka Úkraínumenn um að hafa framið. epa Volodomír Selenskí forseti Úkraínu segir stríðið sem geisar nú í landi hans á leið „aftur til Rússlands“. Þetta sagði hann í kjölfar drónaárása sem gerðar voru í Moskvu höfuðborg Rússlands. Í myndbandsávarpi segir hann árásir á rússneskri grundu „óhjákvæmilegar, eðlilegar og algjörlega sanngjörn þróun“ á stríðinu milli landanna tveggja. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að tekist hafi að skjóta niður þrjá úkraínska dróna. Tveir drónar hæfðu byggingar í viðskiptahverfi Moskvu, þar sem tvö ráðuneyti eru til húsa. Flugvöllurinn Vnukovo var jafnframt lokað tímabundið í öryggisskyni. Árásin átti sér stað snemma morguns en enginn lést í árásunum. Húsvörður særðist í árásinni.Getty Kveður við nýjan tón Í ávarpi sínu frá úkraínsku borginni Ivano-Frankivsk segir Selenskí að Úkraínumönnum hafi vaxið ásmegin undanfarið. „Í dag er 522. dagur svokölluðu sérstöku hernaðaraðgerða, sem rússnesk yfirvöld héldu að myndu standa yfir í nokkrar vikur,“ sagði Selenskí. „Jafnt og þétt færist stríðið til baka á yfirráðasvæði Rússlands , á táknræna staði og gegn herstöðvum.“ Ukraine's President Volodymyr Zelenskyy attends a meeting with Ireland's Prime Minister Leo Varadkar at Horodetskyi House in Kyiv, Ukraine, Wednesday July 19, 2023. (Clodagh Kilcoyne/Pool via AP) Alla jafna hafa Úkraínumenn ekki lýst ábyrgð á árásum sem þessum innan rússneskra landamæra og má því merkja ákveðna breytingu á tóni Selenskís í ávarpinu. Hann ferðast nú um landið til að hvetja þjóð sína til dáða. Í gær lýstu Rússar því yfir að þeir hefðu eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro. Særðust níu í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Úkraínumenn hafa sett aukinn þunga í árásir gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins en sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Í myndbandsávarpi segir hann árásir á rússneskri grundu „óhjákvæmilegar, eðlilegar og algjörlega sanngjörn þróun“ á stríðinu milli landanna tveggja. Rússneska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í dag að tekist hafi að skjóta niður þrjá úkraínska dróna. Tveir drónar hæfðu byggingar í viðskiptahverfi Moskvu, þar sem tvö ráðuneyti eru til húsa. Flugvöllurinn Vnukovo var jafnframt lokað tímabundið í öryggisskyni. Árásin átti sér stað snemma morguns en enginn lést í árásunum. Húsvörður særðist í árásinni.Getty Kveður við nýjan tón Í ávarpi sínu frá úkraínsku borginni Ivano-Frankivsk segir Selenskí að Úkraínumönnum hafi vaxið ásmegin undanfarið. „Í dag er 522. dagur svokölluðu sérstöku hernaðaraðgerða, sem rússnesk yfirvöld héldu að myndu standa yfir í nokkrar vikur,“ sagði Selenskí. „Jafnt og þétt færist stríðið til baka á yfirráðasvæði Rússlands , á táknræna staði og gegn herstöðvum.“ Ukraine's President Volodymyr Zelenskyy attends a meeting with Ireland's Prime Minister Leo Varadkar at Horodetskyi House in Kyiv, Ukraine, Wednesday July 19, 2023. (Clodagh Kilcoyne/Pool via AP) Alla jafna hafa Úkraínumenn ekki lýst ábyrgð á árásum sem þessum innan rússneskra landamæra og má því merkja ákveðna breytingu á tóni Selenskís í ávarpinu. Hann ferðast nú um landið til að hvetja þjóð sína til dáða. Í gær lýstu Rússar því yfir að þeir hefðu eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro. Særðust níu í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Úkraínumenn hafa sett aukinn þunga í árásir gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins en sóknir Úkraínumanna eru taldar hafa verið mjög kostnaðarsamar. Margir hermenn eru sagðir hafa fallið en raunverulegur fjöldi liggur ekki fyrir, þar sem ráðamenn í Úkraínu eru iðulega þöglir sem gröfin um mannfall.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37 „Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn sagðir gefa í og sækja fram í Saporisjía Úkraínumenn eru sagðir hafa sett aukinn þunga í árásir þeirra gegn Rússum í Sapórisíjahéraði í suðausturhluta landsins. Þeir hafa einnig náð frekari árangri nærri Bakhmut í Dónetskhéraði. 27. júlí 2023 09:37
„Við munum hvorki gleyma né fyrirgefa neitt af þessu“ Rússar segjast hafa eyðilagt hernaðarlega mikilvæga stjórnstöð í úkraínsku borginni Dnipro í gær. Níu særðust í eldflaugaárásum á borgina, þar af tvö börn. Forseti Úkraínu gerir allt hvað hann getur til að hvetja þjóð sína til dáða í stríðinu. 29. júlí 2023 22:00