„Bless X“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2023 10:35 Björn Leví hefur bæst í hóp þeirra Íslendinga sem kvatt hafa samfélagsmiðilinn X eftir að Elon Musk tók þar til hendinni. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er hættur á samfélagsmiðlinum X, sem bar nafnið Twitter þar til nýlega. Hann segir að sér hafi ekki hugnast áform milljónamæringsins Elon Musk með miðilinn. „Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“ Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
„Já, bless X. Ég kunni ekki að meta þessar áætlanir hans að gera þetta að einhverjum viðskiptamiðli og finnst þær bara kjánalegar,“ segir Björn í samtali við Vísi. Breytingarnar á miðlinum hafa ekki farið framhjá mörgum en minna en ár er síðan Elon Musk eignaðist samfélagsmiðilinn. Síðan þá hefur Musk látið til sín taka, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann tilkynnti í síðustu viku breytingar á nafni miðilsins og sagði að hann hygðist gera forritið að „ofurforriti“ þar sem hægt verður að nota það til að senda skilaboð, hlusta á tónlist, horfa á myndbönd en einnig til að greiða fyrir vörur og þjónustur. Björn Leví segist vera kominn á samfélagsmiðilinn Bluesky í stað X. Þar er nú töluverður fjöldi Íslendinga sem áður notuðu Twitter en miðillinn var stofnaður af Jack Dorsey, fyrrverandi framkvæmdastjóra Twitter og er keimlíkur miðlinum eins og hann var. Bluesky er nú á svokölluðu beta stigi, eða prufunarstigi og þarf sérstakt boð til að komast þangað inn. „Þetta er voðalega svipað og Twitter. Ég er enn að kynnast þessum miðli en útlitið er mjög svipað og Twitter á sínum tíma. Tæknin virðist vera aðeins öðruvísi og ekki alveg sama miðstýring,“ segir Björn Leví. Hefurðu einhverjar áhyggjur af því að ná ekki lengur til fólks sem er enn á Twitter/X? „Nei, ég var svo sem ekkert það virkur á Twitter, þannig þetta er ekki stór útganga upp á það að gera. Ég hef verið meira virkur á Facebook þar sem ég get skrifað lengri færslur. Það var aldrei pláss fyrir það á Twitter hvorteðer, nema í gegnum eitthvað þráðadrasl og er reyndar það sama uppi á teningnum á Bluesky, eitthvað um 300 orða takmark.“
Píratar Samfélagsmiðlar Twitter Alþingi Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira