Að sögn sjónarvotts er um jeppa af gerðinni Land Rover að ræða. Guðjón Guðjónsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að sjúkrabíll og dælubíll hafi verið sendir á vettvang og að um einn bíl sé að ræða.
Ökumaður jeppans hafi verið einn í bílnum og að hann hafi verið fluttur á bráðamóttöku. Guðjón býr ekki yfir upplýsingum um líðan ökumannsins.
Hann segir dælubíl enn vera á staðnum til þess að tryggja vettvang. Þá stýri lögregla umferð um brúnna en hún er tvíbreið í báðar áttir svo ekki hefur þurft að loka henni.
Fréttin hefur verið uppfærð.