Mannræningjar sagðir krefjast 132 milljóna fyrir bandarískar mæðgur Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 14:51 Nemendur í skóla sem rekinn er af El Roi mótmæltu því að hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar hefði verið rænt nærri Port-au-Prince. AP/Odelyn Joseph Vopnaðir menn rændu í síðustu viku bandarískum hjúkrunarfræðingi og dóttur hennar á Haítí. Hjúkrunarfræðingurinn Alix Dorsainvil var að vinna við hjálparstörf í eyríkinu þegar henni og dóttur hennar var rænt. Dorsainvil var að vinna í heilsugæslustöð á vegum góðgerðasamtakanna El Roi Haiti en hún er gift stofnanda þeirra sem er frá Haítí. Ekki liggur fyrir hve gömul dóttir þeirra er. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á svæðinu að mennirnir hafi beðið um milljón dali í lausnarfé (um 132 milljónir króna), sem sé í takt við fyrr hegðun glæpamanna á Haítí að undanförnu. Talið er að hundruð mannrána hafi verið framin á Haítí á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekki viljað staðfesta að krafa um lausnarfé hafi borist og hefur neitað að svara spurningum blaðamanna. Sama dag og mæðgunum var rænt höfðu yfirvöld Í Bandaríkjunum lagt til að allir Bandaríkjamenn færu frá Haítí en þeir eru vinsæl skotmörk mannræningja. Glæpagengi hömlulaus Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Læknar flýja undan ofbeldinu Íbúar á Haítí eru langþreyttir á ástandinu og segjast vilja fá að lifa í friði. Um tvö hundruð manns komu saman við heilsugæslustöðina þar sem Dorsainvil var rænt og kröfðust þess að henni yrði sleppt úr haldi. Mótmælendur sögðu að hjálparstarf El Roi Haiti hefði reynst þeim mjög vel. Fólkið óttast að heilsugæslustöðin verði ekki opnuð aftur. Óöldin á Haítí hefur leitt til þess að hjálparsamtök eins og El Roi Haiti eru eini staðurinn sem margir íbúar geta leitað til þegar þau vantar læknisaðstoð. Læknar án landamæra tilkynntu til að mynda í júní að þeir ætluðu að hætta starfsemi í landinu eftir að um tuttugu vopnaðir menn ruddust inn á skurðstofu sem samtökin ráku og rændu manni af skurðborðinu. Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Dorsainvil var að vinna í heilsugæslustöð á vegum góðgerðasamtakanna El Roi Haiti en hún er gift stofnanda þeirra sem er frá Haítí. Ekki liggur fyrir hve gömul dóttir þeirra er. AP fréttaveitan hefur eftir fólki á svæðinu að mennirnir hafi beðið um milljón dali í lausnarfé (um 132 milljónir króna), sem sé í takt við fyrr hegðun glæpamanna á Haítí að undanförnu. Talið er að hundruð mannrána hafi verið framin á Haítí á þessu ári. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur ekki viljað staðfesta að krafa um lausnarfé hafi borist og hefur neitað að svara spurningum blaðamanna. Sama dag og mæðgunum var rænt höfðu yfirvöld Í Bandaríkjunum lagt til að allir Bandaríkjamenn færu frá Haítí en þeir eru vinsæl skotmörk mannræningja. Glæpagengi hömlulaus Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Sjá einnig: Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Læknar flýja undan ofbeldinu Íbúar á Haítí eru langþreyttir á ástandinu og segjast vilja fá að lifa í friði. Um tvö hundruð manns komu saman við heilsugæslustöðina þar sem Dorsainvil var rænt og kröfðust þess að henni yrði sleppt úr haldi. Mótmælendur sögðu að hjálparstarf El Roi Haiti hefði reynst þeim mjög vel. Fólkið óttast að heilsugæslustöðin verði ekki opnuð aftur. Óöldin á Haítí hefur leitt til þess að hjálparsamtök eins og El Roi Haiti eru eini staðurinn sem margir íbúar geta leitað til þegar þau vantar læknisaðstoð. Læknar án landamæra tilkynntu til að mynda í júní að þeir ætluðu að hætta starfsemi í landinu eftir að um tuttugu vopnaðir menn ruddust inn á skurðstofu sem samtökin ráku og rændu manni af skurðborðinu.
Haítí Bandaríkin Tengdar fréttir Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43 Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Vargöldin í Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Sjá meira
Sex úr teymi Haítí á Special Olympics hurfu í Flórída Lögreglan í Flórída leitar nú að sex mönnum frá Haítí sem hurfu af hótelherbergjum sínum á mánudaginn. Einn einstaklinganna átti að keppa á bandarísku Special Olympics sem hófust á mánudaginn. 8. júní 2022 21:43
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29