Sex í gæsluvarðhaldi í tengslum við kókaíninnflutning Árni Sæberg skrifar 1. ágúst 2023 14:39 Lögreglu hefur lagt hald á tæp sjö kíló af kókaíni. John Rensten/Getty Á síðustu tveimur vikum hafa níu verið handteknir í tengslum við fjögur mál tengdum innflutningi á kókaíni. Sex sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málanna. Fjögur mál tengd innflutningi á kókaíni eru til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Handtökur í málunum fóru fram í síðustu og þar síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar í þessum málum. Ýmsum aðferðum var beitt við innflutning efnanna, meðal annars póst- og hraðsendingar sem og notkun burðardýrs. Alls voru níu handteknir í þessum aðgerðum en sex sitja nú í gæsluvarðhaldi. Í aðgerðum var samtals lagt hald á tæp sjö kíló af kókaíni. Hinir handteknu eru bæði íslenskir og erlendir ríkisborgarar. Ef marka má verðkönnun SÁÁ frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði sjö kílóa kókaíns sé um 115,5 milljónir króna. Þrír í haldi vegna skútumálsins Nóg virðist vera að gera hjá miðlægri rannsóknardeild en auk ofangreindra mála hefur deildin einnig til rannsóknar mál þar sem fíkniefni voru haldlögð í skútu fyrir utan Reykjanes. Í tilkynningu segir að í því máli sitji enn þrír í gæsluvarðhaldi. Hingað til hefur ekki verið greint frá því hversu mikið magn fíkniefna var í skútunni en í tilkynningu segir að lögregla hafi lagt hald á tæplega 160 kíló af hassi. Lögreglu grunar að hassið hafi verið flutt frá Danmörku og ætlaður áfangastaður hafi verið Grænland. Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
Fjögur mál tengd innflutningi á kókaíni eru til rannsóknar hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Handtökur í málunum fóru fram í síðustu og þar síðustu viku á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. Lögreglan naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra og tollgæslunnar í þessum málum. Ýmsum aðferðum var beitt við innflutning efnanna, meðal annars póst- og hraðsendingar sem og notkun burðardýrs. Alls voru níu handteknir í þessum aðgerðum en sex sitja nú í gæsluvarðhaldi. Í aðgerðum var samtals lagt hald á tæp sjö kíló af kókaíni. Hinir handteknu eru bæði íslenskir og erlendir ríkisborgarar. Ef marka má verðkönnun SÁÁ frá því í maí síðastliðnum má áætla að götuvirði sjö kílóa kókaíns sé um 115,5 milljónir króna. Þrír í haldi vegna skútumálsins Nóg virðist vera að gera hjá miðlægri rannsóknardeild en auk ofangreindra mála hefur deildin einnig til rannsóknar mál þar sem fíkniefni voru haldlögð í skútu fyrir utan Reykjanes. Í tilkynningu segir að í því máli sitji enn þrír í gæsluvarðhaldi. Hingað til hefur ekki verið greint frá því hversu mikið magn fíkniefna var í skútunni en í tilkynningu segir að lögregla hafi lagt hald á tæplega 160 kíló af hassi. Lögreglu grunar að hassið hafi verið flutt frá Danmörku og ætlaður áfangastaður hafi verið Grænland.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Smygl Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira