Ajax hrifsar Carlos Borges úr klóm West Ham Siggeir Ævarsson skrifar 1. ágúst 2023 17:46 Carlos Borges fagnar einu af mörkum sínum á síðasta tímabili með varaliði Manchester City Vísir/Getty Hinn efnilegi Carlos Borges verður leikmaður Ajax á næsta tímabili en West Ham virðist hafa klúðrað kaupunum á honum algjörlega. Í tæpar tvær vikur tókst West Ham ekki að reka endahnút á félagskiptin. Þann 20. júlí bárust fréttir af félagskiptum Borges til West Ham og var hann sagður hafa hafnað Brighton, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt og valið West Ham. Kaupverðið var sagt 14 milljónir punda en City sömdu um forkaupsrétt til baka á Borges fyrir 40 milljónir. Síðan þá hafa stuðningsmenn West Ham beðið með eftirvæntingu eftir staðfestingu á félagaskiptunum sem aldrei komu og nú rétt áðan staðfesti fótboltavéfréttin Fabrizio Romano að Ajax væru búnir að „ræna“ leikmanninum. EXCLUSIVE: Ajax are set to hijack West Ham deal to sign Manchester City top talent Carlos Borges, here we go! #AjaxVerbal agreement in place, player will be in Amsterdam for medical tests soon as sources close to Ajax confirm.West Ham, close but Ajax hijacked the deal. pic.twitter.com/WQdSd0IJlo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 1, 2023 Borges, sem er fæddur árið 2004 í Portúgal og hefur leikið með yngri landsliðum landsins, þykir mikið efni en hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína með City í Úrvalsdeildinni en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2015. Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki með varaliði félagins, skoraði í þeim 22 mörk og gaf tólf stoðsendingar að auki. Þessar fréttir eru eins og blaut tuska í andlit stuðningsmanna West Ham sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að stjórn félagsins styrki liðið og eyði einhverjum af þeim 105 milljónum sem félagið fékk fyrir sölua á Declan Rice. Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Þann 20. júlí bárust fréttir af félagskiptum Borges til West Ham og var hann sagður hafa hafnað Brighton, Borussia Dortmund og Eintracht Frankfurt og valið West Ham. Kaupverðið var sagt 14 milljónir punda en City sömdu um forkaupsrétt til baka á Borges fyrir 40 milljónir. Síðan þá hafa stuðningsmenn West Ham beðið með eftirvæntingu eftir staðfestingu á félagaskiptunum sem aldrei komu og nú rétt áðan staðfesti fótboltavéfréttin Fabrizio Romano að Ajax væru búnir að „ræna“ leikmanninum. EXCLUSIVE: Ajax are set to hijack West Ham deal to sign Manchester City top talent Carlos Borges, here we go! #AjaxVerbal agreement in place, player will be in Amsterdam for medical tests soon as sources close to Ajax confirm.West Ham, close but Ajax hijacked the deal. pic.twitter.com/WQdSd0IJlo— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 1, 2023 Borges, sem er fæddur árið 2004 í Portúgal og hefur leikið með yngri landsliðum landsins, þykir mikið efni en hann hefur þó ekki enn þreytt frumraun sína með City í Úrvalsdeildinni en hann hefur verið í herbúðum liðsins síðan 2015. Á síðasta tímabili lék hann 35 leiki með varaliði félagins, skoraði í þeim 22 mörk og gaf tólf stoðsendingar að auki. Þessar fréttir eru eins og blaut tuska í andlit stuðningsmanna West Ham sem bíða með öndina í hálsinum eftir því að stjórn félagsins styrki liðið og eyði einhverjum af þeim 105 milljónum sem félagið fékk fyrir sölua á Declan Rice.
Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira