Tiger Woods fær stórt hlutverk í viðræðunum við Sádana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 10:00 Tiger Woods hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin ár en fær nú tækifæri til að hafa mikil áhrif á framtíðarskipulag golfsins. Getty/Andrew Redington Tiger Woods hefur verið kallaður inn í viðræður um framtíðarskipulag atvinnugolfsins en framundan eru mikilvægar samningaviðræður á milli risanna þriggja í golfheiminum eða bandarísku mótaraðarinnar, evrópsku mótaraðarinnar og LIV mótaraðarinnar frá Sádí Arabíu. Áður hafði verið tilkynnt um að PGA Tour, DP World Tour og LIV Golf væru búin að slíðra sverðin eftir áralangar deilur og væru nú á leiðinni í samstarf. Tiger Woods fær hlutverk í þessum viðræðum en kylfingarnir sjálfir vildu að hann kæmi inn í nefndina sem kemur að því að ákveða um framtíð golfsins. Breaking News: The PGA Tour will add Tiger Woods to its board after a player rebellion over the tour s deal with Saudi Arabia s wealth fund. Players will now outnumber independent directors, giving them the final say in the tour s plan. https://t.co/epaWmB1O5b— The New York Times (@nytimes) August 1, 2023 „Það er heiður fyrir mig að fá að koma fram fyrir hönd annarra kylfinga á bandarísku mótarröðinni,“ sagði Tiger Woods í yfirlýsingu. „Þetta er mikilvægur tímapunktur fyrir mótaröðina og kylfingarnir munu gera sitt besta til að tryggja það að allar breytingar á fyrirkomulaginu munu taka inn hagsmuni allra á mótaröðinni og þar á meðal áhugafólks, styrktaraðila og kylfinga,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Tiger fékk því sæti í stefnumálastjórn bandarísku mótarraðarinnar, PGA TOUR policy board. Hún var áður skipuð tíu mönnum þar af fimm kylfingum. 41 kylfingur sendi sameiginlegt bréf þar sem þeir kröfðust að kylfingar fengju meira vægi og kemur innkoma Tigers þeim því í meirihluta. Rory McIlroy situr með Tiger í þessari nefnd. Þessi nýja stjórn mun eiga lokaatkvæði þegar kemur að öllum breytingartillögum í nýju samkomulagi. Ekkert verður samþykkt án þess að hún gefi grænt ljós. #BREAKING: Tiger Woods has joined the PGA TOUR policy board as a player director. I am honored to represent the players of the PGA TOUR. This is a critical point for the TOUR, and the players will do their best to make certain that any changes that are made in TOUR operations pic.twitter.com/apXFd17GNN— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) August 1, 2023 Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Áður hafði verið tilkynnt um að PGA Tour, DP World Tour og LIV Golf væru búin að slíðra sverðin eftir áralangar deilur og væru nú á leiðinni í samstarf. Tiger Woods fær hlutverk í þessum viðræðum en kylfingarnir sjálfir vildu að hann kæmi inn í nefndina sem kemur að því að ákveða um framtíð golfsins. Breaking News: The PGA Tour will add Tiger Woods to its board after a player rebellion over the tour s deal with Saudi Arabia s wealth fund. Players will now outnumber independent directors, giving them the final say in the tour s plan. https://t.co/epaWmB1O5b— The New York Times (@nytimes) August 1, 2023 „Það er heiður fyrir mig að fá að koma fram fyrir hönd annarra kylfinga á bandarísku mótarröðinni,“ sagði Tiger Woods í yfirlýsingu. „Þetta er mikilvægur tímapunktur fyrir mótaröðina og kylfingarnir munu gera sitt besta til að tryggja það að allar breytingar á fyrirkomulaginu munu taka inn hagsmuni allra á mótaröðinni og þar á meðal áhugafólks, styrktaraðila og kylfinga,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Tiger fékk því sæti í stefnumálastjórn bandarísku mótarraðarinnar, PGA TOUR policy board. Hún var áður skipuð tíu mönnum þar af fimm kylfingum. 41 kylfingur sendi sameiginlegt bréf þar sem þeir kröfðust að kylfingar fengju meira vægi og kemur innkoma Tigers þeim því í meirihluta. Rory McIlroy situr með Tiger í þessari nefnd. Þessi nýja stjórn mun eiga lokaatkvæði þegar kemur að öllum breytingartillögum í nýju samkomulagi. Ekkert verður samþykkt án þess að hún gefi grænt ljós. #BREAKING: Tiger Woods has joined the PGA TOUR policy board as a player director. I am honored to represent the players of the PGA TOUR. This is a critical point for the TOUR, and the players will do their best to make certain that any changes that are made in TOUR operations pic.twitter.com/apXFd17GNN— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) August 1, 2023
Golf Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira