Bjartsýnn fyrir hönd sinna gömlu félaga: „Hefur verið svolítil rússíbanareið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2023 10:00 Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði sautján mörk í Bestu deild kvenna í fyrra. vísir/hulda margrét Nökkvi Þeyr Þórisson hefur fylgst grannt með gangi mála hjá sínum gömlu félögum í KA í sumar og er bjartsýnn á að þeir komist í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili hefur gengið brösuglega í sumar og liðið er í 7. sæti þegar þetta er skrifað. En KA-menn eru aftur á móti komnir í úrslit Mjólkurbikarsins og hafa unnið alla þrjá Evrópuleiki sína. Síðast sigraði KA Dundalk frá Írlandi, 3-1, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. „Ég fylgist með öllum leikjum og þetta hefur verið svolítil rússíbanareið. Maður hefði vonast eftir betra gengi í deildinni en aftur á móti er þetta frábært tímabil hvað það varðar að þeir eru í bikarúrslitum og eiga góða möguleika á að fara áfram í Evrópukeppni og mæta Club Brugge í næstu umferð,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmt tímabil þegar maður horfir á það. En maður hefði viljað vonast til að þeir væru meira með í toppbaráttunni í deildinni. Þeir eiga enn möguleika á að komast í topp sex og berjast um Evrópusæti. Það er mikið eftir af mótinu. Þeir áttu erfiðan kafla en það hefur verið stígandi í þessu að undanförnu.“ KA sækir Dundalk heim í kvöld og ef liðið forðast tveggja marka tap kemst það í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það myndi að öllum líkindum mæta Club Brugge sem komst í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. „Það er gott að vera 3-1 yfir og ef KA spilar sinn leik ættu þeir að klára þetta. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Nökkvi. Leikur Dundalk og KA hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu KA Besta deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Eftir að hafa lent í 2. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili hefur gengið brösuglega í sumar og liðið er í 7. sæti þegar þetta er skrifað. En KA-menn eru aftur á móti komnir í úrslit Mjólkurbikarsins og hafa unnið alla þrjá Evrópuleiki sína. Síðast sigraði KA Dundalk frá Írlandi, 3-1, í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. „Ég fylgist með öllum leikjum og þetta hefur verið svolítil rússíbanareið. Maður hefði vonast eftir betra gengi í deildinni en aftur á móti er þetta frábært tímabil hvað það varðar að þeir eru í bikarúrslitum og eiga góða möguleika á að fara áfram í Evrópukeppni og mæta Club Brugge í næstu umferð,“ sagði Nökkvi í samtali við Vísi. „Það er ekki hægt að segja að þetta sé slæmt tímabil þegar maður horfir á það. En maður hefði viljað vonast til að þeir væru meira með í toppbaráttunni í deildinni. Þeir eiga enn möguleika á að komast í topp sex og berjast um Evrópusæti. Það er mikið eftir af mótinu. Þeir áttu erfiðan kafla en það hefur verið stígandi í þessu að undanförnu.“ KA sækir Dundalk heim í kvöld og ef liðið forðast tveggja marka tap kemst það í 3. umferð Sambandsdeildarinnar þar sem það myndi að öllum líkindum mæta Club Brugge sem komst í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili. „Það er gott að vera 3-1 yfir og ef KA spilar sinn leik ættu þeir að klára þetta. Ég er mjög bjartsýnn,“ sagði Nökkvi. Leikur Dundalk og KA hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu KA Besta deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira