Kýs alltaf fín föt fram yfir hversdagslegan klæðnað Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. ágúst 2023 11:30 Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Förðunarfræðingurinn Alexander Sigurður Sigfússon er búsettur í London og vinnur þar að ýmsum stórum og spennandi verkefnum. Tískan er stór hluti af hans lífi og segist hann alltaf kjósa frekar að vera fínt klæddur en í hversdagslegum klæðnaði. Alexander Sig er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Alexander klæðist gjarnan svörtu en leikur sér mikið með áferð og snið.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er fólk sem þorir að skerast úr hópnum og klæðast eftir sínum eigin stíl og persónuleika, frekar en að fylgja sömu tískubylgjum og allir aðrir gera. Nú til dags eru svo margar mismunandi tískustefnur til að fylgja en skemmtilegast finnst mér að sjá fólk sem þorir að fara út fyrir kassann í klæðaburði. Alexander þykir mun betra að fylgja eigin innsæi en að elta tískustrauma.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín myndi ég segja að séu eldbuxurnar mínar eða „flame pants“ eins og hönnuðurinn kallar þær. Ég sá buxurnar fyrst á Instagram og hugsaði strax mér er sama þótt ég líti út eins og trúður í þeim - ég verð að eignast þessar buxur. Mér finnst allt við þessar buxur flott, sniðið á skálmunum, háa mittið, eld munstrið í mittinu og efnið. Í hvert einasta skipti sem ég geng í þessum buxum líður mér eins og ég geri sigrað heiminn og það eru flíkurnar sem maður á að klæðast. Flame buxurnar eru í miklu uppáhaldi hjá Alexander.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já og nei. Ég get ekki sagt að ég eyði mjög miklum tíma allt í allt , en ég þarf hins vegar að gefa mér sér tíma í að finna flíkur á netinu. Ég versla ekki mikið að fötum í búðum vegna þess að ég finn flíkurnar sem eru minn stíll alltaf frekar á netinu. Alexander finnur oftast flíkurnar sínar á netinu.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er mjög meðvitaður um hvað fer mér vel og hvað ekki. Ég sækist alltaf í ákveðnar silúettur, snið, efni og áferðir. Ég kýs alltaf frekar að vera fínt klæddur frekar en í hversdags eða kósí fötum. Það er ákveðinn eiginleiki sem ég held eg hafi fengið frá mömmu minni sem lítur alltaf út eins og hún sé tilbúin að mæta á rauða dregilinn jafnvel þótt hún sé bara að skreppa út í búð. Verandi förðunarfræðingur og alltaf í vinnunni þá þarf ég alltaf að vera klæddur í svört föt og þar af leiðandi er fataskápurinn minn að mestu leyti svartur. Mér finnst mikilvægt að leika mér með mismunandi áferðir og efni til að brjóta upp svörtu tónana. Alexander sækir í stílhrein föt og leikur sér með svarta litinn. Aðsend Ég myndi segja að ég sækist í frekar stílhrein föt en alltaf með smá tvisti. Ég get ekki sagt að ég sé að fylgja einhverri ákveðinni tískustefnu. Suma daga mæti ég í vinnuna og samstarfsfólk kallar mig Matrix og aðra daga kalla þau mig kúreka. Ég flakka svolítið á milli stefna þegar kemur að tísku. Ég er ekki hræddur við að versla mér föt í kvennadeildum og beygja aðeins út fyrir steríótýpískan herra og kvenna fatnað. Ég fer ekki út úr húsi nema ég sé með sólgleraugun mín með mér, sama hvaða tími árs það er og ég leik mér mikið með skart. Ilmvötn leika stóran hlut í stílnum mínum, ég get ekki talið hvað ég er með margar ilmvatnsflöskur inn á baði akkúrat núna en mér finnst ég aldrei vera full klæddur nema ég sé búinn að velja ilm fyrir hvert outfit. Alexander fer ekki út úr húsi án þess að vera með sólgleraugun.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hundrað prósent! Í menntaskóla og fyrir það var ég alltaf að reyna að fitta inn í ákveðnar tískusveiflur en fann mig aldrei í þeim. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að vinna í Spúútnik á Laugavegi þar sem ég fór að finna mig í tískuheiminum og hætti að gera sama og allir aðrir. Ég held að íkveikjan af mínum stíl í dag hafi verið þegar ég eignaðist mína fyrstu flík út versluninni Aftur, sem var metal bolur. Mjög fallegur bútasaumur úr vintage rokkhljómsveitabolum. Mér fannst ég svo flottur í þeim bol og það var þá sem ég uppgötvaði hvernig föt geta látið manni líða. Þá fór ég að fara mínar eigin leiðir í fatakaupum og hætti að fylgja trendum sem allir klæðast. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mjög mikinn innblástur frá haute couture tískusýningum og horfi mikið á hvaða efni eru notuð og silúettur. Ég sæki líka í innblástur frá ákveðnum karakterum í bíómyndum. Alexander sækir innblástur í hátísku og kvikmyndakaraktera.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Já, klæðist því sem lætur ykkur líða eins og stórstjörnum og ekki vera hrædd við að fara út fyrir rammann. Ekki klæðast flíkum bara því allir aðrir eru í þeim eða því að einhver áhrifavaldur klæddist flíkinni, nema flíkin láti þér líða eins og stórstjörnu. Alexander reynir alltaf að klæðast flíkum sem láta honum líða eins og stórstjörnu.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég myndi segja semalíusteina netabolurinn minn. Ég keypti mér netabol seinasta sumar sem var með litlum glærum semalíusteinum í hverjum kross í netabolnum. Ég klæddist honum á útihátíð í sól og ég gekk um hátíðina eins og diskókúla. Svona bolir voru ekki orðnir mjög vinsælir á þeim tíma og það var erfitt að fá þá en nú eru allir í þessum bolum svo ég nota hann ekki jafn mikið. Svo er það snakeskin settið mitt sem ég keypti í byrjun Covid faraldursins. Það er auðvitað ekki ekta snákaskinn en þetta er sjúklega flott sett sem ég fann á netinu, þröngar snákaskinns buxur með mittisjakka í stíl. Snákaskinns settið er í miklu uppáhaldi hjá Alexander.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Fylgið ykkar eigin persónuleika þegar kemur að ykkar stíl. Klæðist því sem ykkur lætur líða vel með ykkur sjálf. Ekki vera hrædd við að fara út fyrir kassann og vera aðeins öðruvísi ef það er það sem ykkur langar til að gera. Gerðu það sem þú vilt en ekki það sem samfélagið segir að þú eigir að gera þegar það kemur að tísku. Hér má fylgjast með Alexander Sig á samfélagsmiðlinum Instagram. Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. Alexander klæðist gjarnan svörtu en leikur sér mikið með áferð og snið.Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Það sem mér finnst skemmtilegast að sjá er fólk sem þorir að skerast úr hópnum og klæðast eftir sínum eigin stíl og persónuleika, frekar en að fylgja sömu tískubylgjum og allir aðrir gera. Nú til dags eru svo margar mismunandi tískustefnur til að fylgja en skemmtilegast finnst mér að sjá fólk sem þorir að fara út fyrir kassann í klæðaburði. Alexander þykir mun betra að fylgja eigin innsæi en að elta tískustrauma.Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Uppáhalds flíkin mín myndi ég segja að séu eldbuxurnar mínar eða „flame pants“ eins og hönnuðurinn kallar þær. Ég sá buxurnar fyrst á Instagram og hugsaði strax mér er sama þótt ég líti út eins og trúður í þeim - ég verð að eignast þessar buxur. Mér finnst allt við þessar buxur flott, sniðið á skálmunum, háa mittið, eld munstrið í mittinu og efnið. Í hvert einasta skipti sem ég geng í þessum buxum líður mér eins og ég geri sigrað heiminn og það eru flíkurnar sem maður á að klæðast. Flame buxurnar eru í miklu uppáhaldi hjá Alexander.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Já og nei. Ég get ekki sagt að ég eyði mjög miklum tíma allt í allt , en ég þarf hins vegar að gefa mér sér tíma í að finna flíkur á netinu. Ég versla ekki mikið að fötum í búðum vegna þess að ég finn flíkurnar sem eru minn stíll alltaf frekar á netinu. Alexander finnur oftast flíkurnar sínar á netinu.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er mjög meðvitaður um hvað fer mér vel og hvað ekki. Ég sækist alltaf í ákveðnar silúettur, snið, efni og áferðir. Ég kýs alltaf frekar að vera fínt klæddur frekar en í hversdags eða kósí fötum. Það er ákveðinn eiginleiki sem ég held eg hafi fengið frá mömmu minni sem lítur alltaf út eins og hún sé tilbúin að mæta á rauða dregilinn jafnvel þótt hún sé bara að skreppa út í búð. Verandi förðunarfræðingur og alltaf í vinnunni þá þarf ég alltaf að vera klæddur í svört föt og þar af leiðandi er fataskápurinn minn að mestu leyti svartur. Mér finnst mikilvægt að leika mér með mismunandi áferðir og efni til að brjóta upp svörtu tónana. Alexander sækir í stílhrein föt og leikur sér með svarta litinn. Aðsend Ég myndi segja að ég sækist í frekar stílhrein föt en alltaf með smá tvisti. Ég get ekki sagt að ég sé að fylgja einhverri ákveðinni tískustefnu. Suma daga mæti ég í vinnuna og samstarfsfólk kallar mig Matrix og aðra daga kalla þau mig kúreka. Ég flakka svolítið á milli stefna þegar kemur að tísku. Ég er ekki hræddur við að versla mér föt í kvennadeildum og beygja aðeins út fyrir steríótýpískan herra og kvenna fatnað. Ég fer ekki út úr húsi nema ég sé með sólgleraugun mín með mér, sama hvaða tími árs það er og ég leik mér mikið með skart. Ilmvötn leika stóran hlut í stílnum mínum, ég get ekki talið hvað ég er með margar ilmvatnsflöskur inn á baði akkúrat núna en mér finnst ég aldrei vera full klæddur nema ég sé búinn að velja ilm fyrir hvert outfit. Alexander fer ekki út úr húsi án þess að vera með sólgleraugun.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hundrað prósent! Í menntaskóla og fyrir það var ég alltaf að reyna að fitta inn í ákveðnar tískusveiflur en fann mig aldrei í þeim. Það var ekki fyrr en ég byrjaði að vinna í Spúútnik á Laugavegi þar sem ég fór að finna mig í tískuheiminum og hætti að gera sama og allir aðrir. Ég held að íkveikjan af mínum stíl í dag hafi verið þegar ég eignaðist mína fyrstu flík út versluninni Aftur, sem var metal bolur. Mjög fallegur bútasaumur úr vintage rokkhljómsveitabolum. Mér fannst ég svo flottur í þeim bol og það var þá sem ég uppgötvaði hvernig föt geta látið manni líða. Þá fór ég að fara mínar eigin leiðir í fatakaupum og hætti að fylgja trendum sem allir klæðast. Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég sæki mjög mikinn innblástur frá haute couture tískusýningum og horfi mikið á hvaða efni eru notuð og silúettur. Ég sæki líka í innblástur frá ákveðnum karakterum í bíómyndum. Alexander sækir innblástur í hátísku og kvikmyndakaraktera.Aðsend Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Já, klæðist því sem lætur ykkur líða eins og stórstjörnum og ekki vera hrædd við að fara út fyrir rammann. Ekki klæðast flíkum bara því allir aðrir eru í þeim eða því að einhver áhrifavaldur klæddist flíkinni, nema flíkin láti þér líða eins og stórstjörnu. Alexander reynir alltaf að klæðast flíkum sem láta honum líða eins og stórstjörnu.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég myndi segja semalíusteina netabolurinn minn. Ég keypti mér netabol seinasta sumar sem var með litlum glærum semalíusteinum í hverjum kross í netabolnum. Ég klæddist honum á útihátíð í sól og ég gekk um hátíðina eins og diskókúla. Svona bolir voru ekki orðnir mjög vinsælir á þeim tíma og það var erfitt að fá þá en nú eru allir í þessum bolum svo ég nota hann ekki jafn mikið. Svo er það snakeskin settið mitt sem ég keypti í byrjun Covid faraldursins. Það er auðvitað ekki ekta snákaskinn en þetta er sjúklega flott sett sem ég fann á netinu, þröngar snákaskinns buxur með mittisjakka í stíl. Snákaskinns settið er í miklu uppáhaldi hjá Alexander.Aðsend Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Fylgið ykkar eigin persónuleika þegar kemur að ykkar stíl. Klæðist því sem ykkur lætur líða vel með ykkur sjálf. Ekki vera hrædd við að fara út fyrir kassann og vera aðeins öðruvísi ef það er það sem ykkur langar til að gera. Gerðu það sem þú vilt en ekki það sem samfélagið segir að þú eigir að gera þegar það kemur að tísku. Hér má fylgjast með Alexander Sig á samfélagsmiðlinum Instagram.
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira