Skila betri arðsemi en íslensku bankarnir vegna stóraukinna vaxtatekna
Helstu bankarnir á hinum Norðurlöndunum skiluðu í flestum tilfellum umtalsvert betri arðsemi en íslensku viðskiptabankarnir á fyrri árshelmingi sem má einkum rekja til þess að hreinar vaxtatekjur þeirra jukust mun meira og vaxtamunur fór hækkandi. Bankastjóri Arion hefur sagt að vegna meðal annars strangari eiginfjárkrafna þurfi íslensku bankarnir að viðhalda hærri vaxtamun en aðrir norrænir bankar til að ná viðunandi arðsemi á eigið fé.
Tengdar fréttir
Framsókn endurmarkar skattahækkanir sem millifærslur
Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, lagðist á sveif með Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formanni fjárlaganefndar, og öðrum þingmönnum Vinstri grænna þegar hann kallaði eftir skattahækkunum á viðskiptabankana í Silfrinu. Bankarnir skiluðu jú methagnaði upp á samtals 20 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Virðisbreyting hífði upp afkomu Íslandsbanka en tekjur undir væntingum
Umtalsverð jákvæð virðisbreyting á lánasafni Íslandsbanka – sem hlutabréfagreinendur sáu ekki fyrir – gerði það að verkum að hagnaður bankans fyrir skatta á öðrum ársfjórðungi var níu prósentum hærri en meðalspá fimm greinenda. Virðisbreytingin gerði það að verkum að arðsemi eiginfjár var í takt við meðaltalsspá greiningardeilda eða 11,5 prósent. Hlutabréf Íslandsbanka hafa lækkað um 1,2 prósent það sem af er degi.
Umframfé Arion allt að 24 milljarðar en útgreiðsla háð matsfyrirtækjum
Arion banki bindur vonir við að eiginfjárkröfur fjármálaeftirlitsins annars vegar og erlendra matsfyrirtækja hins vegar muni leita í sama horf sem mun gera bankanum kleift að greiða út umfram eigið fé, sem er metið á bilinu 15-25 milljarðar króna, til hluthafa.