Staðan sé að versna í leikskólamálunum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2023 20:01 Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði. Vísir/Arnar Borgarfulltrúi segir allt stefna í enn verra ástand í leikskólamálunum en útlit var fyrir fyrr í sumar. Hún gagnrýnir að meðlimir skóla- og frístundaráðs geti litlar sem engar upplýsingar fengið yfir sumartímann. Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Leikskólar landsins verða opnaðir aftur eftir fjögurra vikna sumarfrí eftir helgi. Nýju skólaári fylgir innritun fjölda barna sem ekki höfðu leikskólapláss fyrir sumar. Þó er einhver töf á því að sum börn komist í aðlögun og fá margir foreldrar engar upplýsingar um hvenær komið er að aðlögun hjá þeim. Til að mynda er komin upp sú staða í Dalskóla að foreldrar sem sögðu upp plássi hjá dagmömmu, vegna staðfestingu um pláss á leikskóla, vita ekkert hvenær barnið fær inni á leikskóla. Ástæðan er sögð vera mikill skortur á starfsfólki. Foreldri birti þessa færslu í Facebook-hóp þar sem hún sagði upp plássi sínu hjá dagmömmu en fær ekki pláss í aðlögun á leikskóla. Marta Guðjónsdóttir, ein fulltrúa minnihlutans í skóla- og frístundaráði, segir stöðuna líta ansi illa út. „Ég kom gjörsamlega af fjöllum þegar ég fékk þær fréttir að foreldrar stæðu uppi plásslausir í Dalskóla, með börnin í leikskólunum þar. Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar í sumar þrátt fyrir það að við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði óskuðum sérstaklega eftir því á síðasta fundi fyrir sumarfrí að við yrðum upplýst á sumarleyfistíma borgarstjórnar um stöðu mála í leikskólamálum,“ segir Marta. Klippa: Staðan versni milli ára Grafalvarleg staða Hún segir ástandið í leikskólamálum hafa verið slæmt fyrir sumarið og spáir því að það verði enn verra í haust. „Það lítur mjög illa út. það var neyðarástand hér í fyrra og staðan var mjög alvarleg. Staðan er enn alvarlegri núna og ég lít svo á að hún sé grafalvarleg því í fyrra í ágúst voru börn á biðlista 645. Síðustu tölur sem við fengum í júní, þá vöru börn á biðlista eftir leikskólaplássi 808. Meðalaldur barna sem hefja leikskólagöngu fer sífellt hækkandi og er kominn í tveggja ára aldurinn. Í fyrra var það tuttugu mánuðir þannig staðan er að versna á milli ára og það er grafalvarlegt,“ segir Marta. Í klippunni hér fyrir neðan má sjá samantekt fréttastofu á leikskólamálunum frá því í fyrra. Klippa: Annáll 2022 - Skóladrama
Leikskólar Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira