Foreldrar borgi brúsann fyrir mannauðsvanda Kópavogsbæjar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 3. ágúst 2023 06:45 Kópavogur hefur tilkynnt gríðarlegar gjaldskrárhækkanir í leikskólunum. Hjá Helen hækkar gjaldið um 15 þúsund krónur á mánuði. Ólga er á meðal foreldra leikskólabarna í Kópavogi eftir gríðarlegar gjaldskrárhækkanir. Móðir drengs segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. „Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis. Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
„Mér finnst eins og það sé verið að færa mannauðsvandamál Kópavogsbæjar yfir á foreldra. Við eigum að borga brúsann vegna þess að þau geta ekki tekist á við að manna leikskólana,“ segir Helen Rut Ástþórsdóttir, móðir drengs á leikskóla í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá í gær eru leikskólagjöldin að hækka um tugþúsundir um næstu mánaðamót. Meira en þrjátíu prósent í sumum tilvikum. Hjá Helen hækka gjöldin úr tæpum 44 þúsund krónum í tæp 59 þúsund á mánuði, eða um 15 þúsund krónur. Hún verður með drenginn á leikskóla næstu tvö árin. Ekki staðið með ungu fólki „Það er allt að hækka og Kópavogsbær er ekki að standa með fólkinu sínu að bæta þessu ofan á allt annað,“ segir hún og nefnir til að mynda matarkostnaðinn og fasteignalánin. Hún segir Kópavog ekki vera að senda góð skilaboð til barnafjölskyldna með þessu og ekki vera að standa með unga fólkinu sínu. Í stað þess að ráðast að rót vandans, svo sem með því að hækka laun starfsfólks leikskóla, sé vandanum velt yfir á foreldra. En í yfirlýstum markmiðum með gjaldskrárhækkuninni segir að verið sé að mynda hvata til þess að foreldrar hafi börn sín í styttri dvöl á leikskólum. Þess vegna er dvalargjald upp að sex tímum gjaldfrjálst en allt umfram það hækkar verulega. Eftir breytingarnar verða leikskólagjöldin í Kópavogi þau hæstu á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn býr til streituvald á heimilum Helen segir röksemdir bæjarins ekki halda vatni. Foreldrar vinni almennt átta klukkustunda vinnudag. „Ég hef engan annan valkost en átta og hálfrar klukkustundar dvalartíma á leikskólanum. Á ég að minnka við mig vinnuna? Hvað myndi vinnuveitandinn segja við því?“ spyr Helen. Verið sé að skapa aukinn streituvald á heimilum barnafólks. Bæði með þessum hvata sem og öðrum breytingum á leikskólakerfinu sem kynntar hafa verið. Svo sem að leikskólarnir verða flestir lokaðir á milli jóla og nýárs og í dymbilvikunni en fólki boðið að fara með börnin sín á aðra skóla sem verða opnir. „Þetta er nýtt umhverfi og röskun fyrir barnið. Ég myndi aldrei gera þetta og er að heyra það sama frá mörgum foreldrum í kringum mig,“ segir Helen sem hyggst láta bæjaryfirvöld vita af óánægju sinni bréfleiðis.
Kópavogur Leikskólar Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Skóla - og menntamál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira