Gengst við hvellinum sem hvekkti íbúa í Hafnarfirði Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2023 06:40 Umrædd náma er við Krýsuvíkurveg. vísir/vilhelm Margir íbúar í Vallarhverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegis á þriðjudag vegna sprengingar sem heyrðist vel í suðurhluta bæjarins. Í fyrstu var óljóst hver uppruni hljóðsins var en nú liggur fyrir að það hafi að öllum líkindum borist frá Vatnsgarðsnámum við Krýsuvíkurveg. Framkvæmdastjóri í námudeild Steypustöðvarinnar staðfestir að hvellur hafi heyrst frá dýnamítsprengju í malarnámu fyrirtækisins í Vatnsgarðsnámum á þessum tíma. Engin hætta hafi verið á ferðum. Þetta segir Hörður Pétursson í samtali við RÚV. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að vinna við reglulega berglosun í námunni á þriðjudag sem hafi verið í notkun í áratugi. Hann bætir við að sprengt sé þar einu sinni til tvisvar í mánuði að jafnaði og ekkert óeðlilegt hafi verið á ferð. Sprengingin var meðal annars rædd á íbúahópi Vallarhverfisins á samfélagsmiðlinum Facebook á þriðjudag. Þar lýstu íbúar því að sprengingin hafi verið afar hávær og heyrst vel um hverfið. Þá sagðist einn íbúa hafa séð mikinn moldarstrók upp við námur í átt að Krýsuvík og líklegt að þangað megi rekja sprenginguna. Haft er eftir Herði í frétt RÚV að sennilega hafi verið um ryk og moldaryk frá námunni að ræða en óvenjuþurrt hefur verið á svæðinu að undanförnu. Einn íbúa sem Vísir ræddi við á þriðjudag sagðist hafa setið í sófanum þegar sprengingin varð. Sér hefði verið mikið brugðið, ekki síst á eldgosatímum líkt og þessum þar sem Vallarhverfi hefði oft verið nefnt í sömu andrá og möguleg gos á Reykjanesskaga. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Framkvæmdastjóri í námudeild Steypustöðvarinnar staðfestir að hvellur hafi heyrst frá dýnamítsprengju í malarnámu fyrirtækisins í Vatnsgarðsnámum á þessum tíma. Engin hætta hafi verið á ferðum. Þetta segir Hörður Pétursson í samtali við RÚV. Starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að vinna við reglulega berglosun í námunni á þriðjudag sem hafi verið í notkun í áratugi. Hann bætir við að sprengt sé þar einu sinni til tvisvar í mánuði að jafnaði og ekkert óeðlilegt hafi verið á ferð. Sprengingin var meðal annars rædd á íbúahópi Vallarhverfisins á samfélagsmiðlinum Facebook á þriðjudag. Þar lýstu íbúar því að sprengingin hafi verið afar hávær og heyrst vel um hverfið. Þá sagðist einn íbúa hafa séð mikinn moldarstrók upp við námur í átt að Krýsuvík og líklegt að þangað megi rekja sprenginguna. Haft er eftir Herði í frétt RÚV að sennilega hafi verið um ryk og moldaryk frá námunni að ræða en óvenjuþurrt hefur verið á svæðinu að undanförnu. Einn íbúa sem Vísir ræddi við á þriðjudag sagðist hafa setið í sófanum þegar sprengingin varð. Sér hefði verið mikið brugðið, ekki síst á eldgosatímum líkt og þessum þar sem Vallarhverfi hefði oft verið nefnt í sömu andrá og möguleg gos á Reykjanesskaga.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Íbúar hvekktir eftir sprengingu á Völlunum Íbúar í Vallahverfi í Hafnarfirði voru hvekktir síðdegs vegna sprengingar sem heyrðist vel um hverfið á sjötta tímanum í dag. 1. ágúst 2023 17:57