Körfubolti

Í tveggja leikja bann í NBA deildinni fyrir að keyra fullur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Devonte' Graham fer fram hjá Kevin Durant í leik með San Antonio Spurs á síðustu leiktíð.
Devonte' Graham fer fram hjá Kevin Durant í leik með San Antonio Spurs á síðustu leiktíð. Getty/Chris Coduto

Bakvörður San Antonio Spurs missir af tveimur leikjum liðsins á komandi tímabili eftir NBA-deildin úrskurðaði í máli hans.

Devonte' Graham þarf að taka út tveggja leikja bann eftir að hafa verið tekinn fullur undir stýri. Graham játaði sök og ákæra um hraðakstur hans við sama tilefni var vísað frá.

Samkvæmt lögregluskýrslunni um málið þá var bíll Graham stöðvaður klukkan 2.39 um nótt 7. júlí 2022. Hann var þá að keyra á 101 km hraða þegar hámarkshraðinn var bara 64 km.

Graham sýndi merki um það að vera undir áhrifum og var handtekinn. Við nánari athugum kom í ljós að hann var yfir öllum lágmörkum.

Graham missir bæði af þessum tveimur leikjum sem og launum fyrir þá.

Hann á eftir tvö ár og 24,75 milljónir dollara af samningi sínum sem hann gerði við New Orleans Pelicans. Spurs fékk hann í leikmannaskiptum á síðasta tímabili. 24,75 milljónir Bandaríkjadala jafngildir rúmum 3,2 milljörðum íslenskra króna.

Graham var með 5,3 stig og 2,2 stoðsendingar í leik í 53 leikjum með á síðustu leiktíð en skoraði 13,0 stig í leik í 20 leikjum með San Antonio Spurs.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×