Sport

Bein útsending: Fyrsti keppnis­dagur á heims­leikunum í Cross­Fit

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anníe Mist Þórisdóttir með Katrínu Tönju Davíðsdóttur.
Anníe Mist Þórisdóttir með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Instagram/anniethorisdottir

Fyrsti keppnisdagur af fjórum er hafinn í baráttunni um heimsmeistaratitil karla og kvenna í CrossFit.

Það er búist við mikilli keppni í ár en hjá konunum er heimsmeistari síðustu sex ára, Tia-Clair Toomey, ekki með.

Ísland á þrjá keppendur en hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu hér fyrir neðan. Þrjár greinar fara fram í dag.

Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir keppa í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson í karlaflokki.

Anníe Mist er á sínum þrettándu heimsleikum en hin tvö eru með í tíunda skiptið. Ísland á því þrjá af reyndustu keppendum heimsleikanna í ár.

Hér fyrir neðan má fylgjast með keppninni í beinni á Youtube síðu heimsleikanna. Fyrsta grein er keppni á fjallahjólum. Fyrir þá sem koma seint inn þá er hægt að spóla til baka og horfa á keppnina þannig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×