Erlent

Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá myndir af rússnesku herskipi af gerðinni Ropucha. Það er hannað til að flytja landgönguliða til orrustu en Úkraínumenn virðast hafa náð að sprengja fjarstýrðan sjálfsprengjubát við síðu skipsins svo leki kom á það.
Hér má sjá myndir af rússnesku herskipi af gerðinni Ropucha. Það er hannað til að flytja landgönguliða til orrustu en Úkraínumenn virðast hafa náð að sprengja fjarstýrðan sjálfsprengjubát við síðu skipsins svo leki kom á það.

Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. ­Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum.

Myndband sem er í dreifingu á samfélagsmiðlum virðist þó sýna að minnst einum sjálfsprengibát var siglt upp að síðu herskips. Myndir sem teknar voru í morgun sýna svo þetta herskip halla töluvert. Umfang skemmdanna liggur ekki fyrir.

Óljóst er þó hve margir bátar voru notaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir tveimur bátum hafa verið grandað en RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir ríkisstjóra svæðisins að ekkert mannfall hafi orðið og árásin hafi ekki valdið neinum skaða, sem virðist rangt.

Í Novorossiysk er höfn sem notuð er til útflutnings frá Rússlandi en samkvæmt Reuters var skipaumferð um höfnina stöðvuð um tíma. Þetta er sagt vera í fyrsta sinn sem Úkraínumenn ráðast á svo umfangsmikla höfn.

Hér að neðan má sjá myndbandið sem virðist sýna sjálfsprengibát siglt upp að rússnesku herskipi. Um er að ræða herskip af gerðinni Ropucha og er hannað til að flytja landgönguliða í orrustu.


Tengdar fréttir

Enn gerðar drónaárásir í Moskvu

Yfirvöld í Rússlandi segja dróna hafa hæft byggingu í Moskvu, tveimur dögum eftir að annar dróni hæfði sömu byggingu. Úkraínumenn virðast vera að auka framleiðslu á eigin drónum sem hægt er að nota til árása í Rússlandi.

Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands

Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum.

„Stríðið færist til Rússlands“

Volodomír Selenskí forseti Úkraínu segir stríðið sem geisar nú í landi hans á leið „aftur til Rússlands“. Þetta sagði hann í kjölfar drónaárása sem gerðar voru í Moskvu höfuðborg Rússlands.

Putin lofar leiðtogum Afríku fríu korni

Á meðan Rússlandsforseti lætur eldflaugum rigna yfir korngeymslur í hafnarborgum Úkraínu lofar hann leiðtogum Afríku fríu korni og vonast til að geta endurreist alþjóðlega bankastarfsemi með þeim. Á sama tíma skoðar varnarmálaráðherra Rússlands vígreifur vopnasafn einræðisherra Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×