Réttlæti hins sterka: Dómsmál sem þanin eru út Jörgen Ingimar Hansson skrifar 4. ágúst 2023 11:31 Í grein sem birtist hér í Vísi snemma í júlí hélt ég því fram að hinn fjárhagslega sterki ætti auðvelt með að blása út dómsmál og gera þau þannig miklu dýrari fyrir þann sem hefur minna milli handanna. Nógu rándýr væru þau samt og erfitt fjárhagslega að standa í málarekstri þótt kostnaðurinn væri ekki margfaldaður með því. Nú langar mig til þess að útskýra það nánar. Flestir telja að málarekstur gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti málarekstrarins, getur hins vegar farið í að aðilar málsins séu með sífelld mótmæli og kröfur sem hinn aðilinn á að vinna í. Næstum allur rekstur málsins getur farið í það. Á þennan hátt má jafnvel snúa málinu sér í hag. Algengast er að stuðst sé við ýmis lög og lagareglur sem Alþingi hefur sett: Í fyrsta lagi er það forræðisreglan, það er reglan um forræði málflytjenda á gangi málsins, það er að þeir stýri honum en síður dómarinn sem aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður. Vilji annar aðili málsins þenja það út verður hann því seint stoppaður af. Eins og allir vita gengur það ekki upp að þrír aðilar með jafn ólíka hagsmuni og oftast er í dómsmáli reyni að stjórna framkvæmd þess óháðir hver öðrum og hver á sinn hátt. Niðurstaðan er því mikil hætta á óstjórn og að sá sem ætlar sér að ganga lengst í að þenja málið út sé sá sem ræður í raun. Allt er þetta í boði Alþingis. Í öðru lagi má nefna málshraðaregluna, það er lagaregluna um að aðilar máls eigi að hraða dómsmáli sem verða má. Hún virðist samt einkum notuð til þess að reyna að hindra að sannanir komist að þegar andstæðingurinn þarf að afla þeirra. Þá liggur allt í einu mikið á. Merkilegt er hve mikið púður getur farið í að koma í veg fyrir að hinn aðilinn geti komið sönnunargögnum að í málinu. Í þriðja lagi er það þagnarreglan. Hún gengur út á það að aðilar máls þurfa ekki að svara spurningum í réttarsal og heldur ekki að leggja fram gögn sem hinn aðili málsins krefst að hann geri, þar sem það sé afgerandi fyrir niðurstöðu málsins. Það virðist gert til þess að hygla hinum best settu í þjóðfélaginu sem reyndar kemur misindismönnum best þegar upp er staðið. Almenningur hefur sára sjaldan eitthvað að fela. Þetta gefur þeim þann möguleika að beita í staðinn gagnkröfum sem þeim hentar, sem hinn aðili málsins þarf að vinna í. Síðan má beita málshraðareglunni til þess að hindra eða tefja fyrir því að hann geti það. Í fjórða lagi er svo sú regla sem ég kalla sannleiksregluna. Hún mun ekki vera til í dómskerfinu í þeirri mynd sem ég set hana fram. Hún gengur út á það að varasamt geti verið að segja sannleikann í dómsal en oft til framdráttar að segja ósatt. Fyrir kemur að snúa má málinu sér í hag með því. Stundum mætti kalla dómsalinn vettvang lyginnar. Beiting lagareglnanna getur leitt til glundroða og gefur málflytjendum möguleika á því að stýra málinu í þann farveg sem kemur andstæðingnum sem allra verst og ýta kostnaði á hann á margvíslegan hátt í þeim mæli að helst minnir á pókerspil. Þar á sá sem hefur takmarkaðri fjárráð undir högg að sækja vegna þess að hann getur ekki lagt eins mikið undir. Uppskriftin við að tefja mál virðist vera að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lagasetning Alþingis og framkvæmd þeirra í höndum dómskerfisins gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Aðferðinni sem er, held ég, oftast beitt, má að mörgu leyti líkja við veiðar. Kastað er fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna og ásakana í þeirri von að hinn aðilinn eða dómarinn geri eitthvað sem gefur tilefni til deilna og þar með til sérstaks kostnaðar eða tafa. Vonast er til að hinn aðilinn gleypi agnið. Ef ekki er bitið á öngulinn virðist það engar afleiðingar hafa. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá að tefja málið að óþörfu og auka þannig kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Athuga þarf að þessu má kerfisbundið beita gegn þeim sem minna fé hafa á milli handa. Á þennan hátt má jafnvel hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Mér fannst það gerast í dómsmálinu sem ég lenti í og er nánar lýst í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Auðvitað má beita hvaða ráði sem ímyndunaraflið lætur manni í té. Sem dæmi má nefna að fjórum sinnum var tilkynnt að fólk erlendis frá ætlaði að vera viðstatt einhverja atburði í málinu og því frestað til þess að svo gæti orðið. Á síðustu stundu var annaðhvort beðið um að málinu væri enn frestað eða komu aflýst. Aðalatriðið var að það kom aldrei neinn en málið frestaðist um vikur eða mánuði í hvert sinn. Engu máli skiptir hve augljós ætlunin sé að þenja málið út. Réttlæti dómstólsins felst í því í boði Alþingis að jafnræði felist í því að fjárráð aðila máls skipti ekki máli jafnvel þó annar þeirra sé að leggja nánast aleiguna undir meðan hinn sé í raun að setja smáaura í púkkið miðað við fjárráð hans. Athuga þarf að lögmenn beggja aðila hafa yfirleitt fjárhagslegan ávinning af öllum töfunum og kostnaðaraukanum sem verður af ofangreindu. Athyglisvert er hve dómskerfið virðist hagstætt þeim sem vinna í því. Lögmönnum verður þannig allt til fjár hvernig sem mál fara Eins og fram kemur í bók minni Réttlæti hins sterka sem kom út fyrir stuttu síðan er megin tillaga mín að dómarinn eigi að taka tillit til fjárhagslegra aðstæðna aðila og stjórna öllu ferlinu frá upphafi til enda og geti kallað eftir öllum sönnunargögnum. Þá getur hann að minnsta kosti slegið afgerandi á glundroðann, hinn illfyrirsjáanlega kostnað og pókerspilið. Og þá er bara eftir að spyrja hvort allir séu jafnir fyrir lögunum. Augljóslega ekki. Fyrir dómi stendur sá betur sem hefur meira milli handanna. Ég tel reyndar misindismanninn standa best að vígi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Í grein sem birtist hér í Vísi snemma í júlí hélt ég því fram að hinn fjárhagslega sterki ætti auðvelt með að blása út dómsmál og gera þau þannig miklu dýrari fyrir þann sem hefur minna milli handanna. Nógu rándýr væru þau samt og erfitt fjárhagslega að standa í málarekstri þótt kostnaðurinn væri ekki margfaldaður með því. Nú langar mig til þess að útskýra það nánar. Flestir telja að málarekstur gangi út á það sem er rétt eða rangt. Mikill hluti málarekstrarins, getur hins vegar farið í að aðilar málsins séu með sífelld mótmæli og kröfur sem hinn aðilinn á að vinna í. Næstum allur rekstur málsins getur farið í það. Á þennan hátt má jafnvel snúa málinu sér í hag. Algengast er að stuðst sé við ýmis lög og lagareglur sem Alþingi hefur sett: Í fyrsta lagi er það forræðisreglan, það er reglan um forræði málflytjenda á gangi málsins, það er að þeir stýri honum en síður dómarinn sem aðeins grípur inn í við sérstakar aðstæður. Vilji annar aðili málsins þenja það út verður hann því seint stoppaður af. Eins og allir vita gengur það ekki upp að þrír aðilar með jafn ólíka hagsmuni og oftast er í dómsmáli reyni að stjórna framkvæmd þess óháðir hver öðrum og hver á sinn hátt. Niðurstaðan er því mikil hætta á óstjórn og að sá sem ætlar sér að ganga lengst í að þenja málið út sé sá sem ræður í raun. Allt er þetta í boði Alþingis. Í öðru lagi má nefna málshraðaregluna, það er lagaregluna um að aðilar máls eigi að hraða dómsmáli sem verða má. Hún virðist samt einkum notuð til þess að reyna að hindra að sannanir komist að þegar andstæðingurinn þarf að afla þeirra. Þá liggur allt í einu mikið á. Merkilegt er hve mikið púður getur farið í að koma í veg fyrir að hinn aðilinn geti komið sönnunargögnum að í málinu. Í þriðja lagi er það þagnarreglan. Hún gengur út á það að aðilar máls þurfa ekki að svara spurningum í réttarsal og heldur ekki að leggja fram gögn sem hinn aðili málsins krefst að hann geri, þar sem það sé afgerandi fyrir niðurstöðu málsins. Það virðist gert til þess að hygla hinum best settu í þjóðfélaginu sem reyndar kemur misindismönnum best þegar upp er staðið. Almenningur hefur sára sjaldan eitthvað að fela. Þetta gefur þeim þann möguleika að beita í staðinn gagnkröfum sem þeim hentar, sem hinn aðili málsins þarf að vinna í. Síðan má beita málshraðareglunni til þess að hindra eða tefja fyrir því að hann geti það. Í fjórða lagi er svo sú regla sem ég kalla sannleiksregluna. Hún mun ekki vera til í dómskerfinu í þeirri mynd sem ég set hana fram. Hún gengur út á það að varasamt geti verið að segja sannleikann í dómsal en oft til framdráttar að segja ósatt. Fyrir kemur að snúa má málinu sér í hag með því. Stundum mætti kalla dómsalinn vettvang lyginnar. Beiting lagareglnanna getur leitt til glundroða og gefur málflytjendum möguleika á því að stýra málinu í þann farveg sem kemur andstæðingnum sem allra verst og ýta kostnaði á hann á margvíslegan hátt í þeim mæli að helst minnir á pókerspil. Þar á sá sem hefur takmarkaðri fjárráð undir högg að sækja vegna þess að hann getur ekki lagt eins mikið undir. Uppskriftin við að tefja mál virðist vera að flækja málið eftir því sem smugur eru finnanlegar en lagasetning Alþingis og framkvæmd þeirra í höndum dómskerfisins gera það að verkum að þær eru fyrir hendi í ríkulegum mæli. Aðferðinni sem er, held ég, oftast beitt, má að mörgu leyti líkja við veiðar. Kastað er fram agni, í formi alls konar mótmæla, tillagna og ásakana í þeirri von að hinn aðilinn eða dómarinn geri eitthvað sem gefur tilefni til deilna og þar með til sérstaks kostnaðar eða tafa. Vonast er til að hinn aðilinn gleypi agnið. Ef ekki er bitið á öngulinn virðist það engar afleiðingar hafa. Sama þótt tilgangurinn hafi greinilega verið sá að tefja málið að óþörfu og auka þannig kostnað fyrir báða aðila og ríkið. Athuga þarf að þessu má kerfisbundið beita gegn þeim sem minna fé hafa á milli handa. Á þennan hátt má jafnvel hafa áhrif á niðurstöðu málsins. Mér fannst það gerast í dómsmálinu sem ég lenti í og er nánar lýst í nýlegri bók minni Réttlæti hins sterka, Ádeila á dómskerfið og Alþingi. Auðvitað má beita hvaða ráði sem ímyndunaraflið lætur manni í té. Sem dæmi má nefna að fjórum sinnum var tilkynnt að fólk erlendis frá ætlaði að vera viðstatt einhverja atburði í málinu og því frestað til þess að svo gæti orðið. Á síðustu stundu var annaðhvort beðið um að málinu væri enn frestað eða komu aflýst. Aðalatriðið var að það kom aldrei neinn en málið frestaðist um vikur eða mánuði í hvert sinn. Engu máli skiptir hve augljós ætlunin sé að þenja málið út. Réttlæti dómstólsins felst í því í boði Alþingis að jafnræði felist í því að fjárráð aðila máls skipti ekki máli jafnvel þó annar þeirra sé að leggja nánast aleiguna undir meðan hinn sé í raun að setja smáaura í púkkið miðað við fjárráð hans. Athuga þarf að lögmenn beggja aðila hafa yfirleitt fjárhagslegan ávinning af öllum töfunum og kostnaðaraukanum sem verður af ofangreindu. Athyglisvert er hve dómskerfið virðist hagstætt þeim sem vinna í því. Lögmönnum verður þannig allt til fjár hvernig sem mál fara Eins og fram kemur í bók minni Réttlæti hins sterka sem kom út fyrir stuttu síðan er megin tillaga mín að dómarinn eigi að taka tillit til fjárhagslegra aðstæðna aðila og stjórna öllu ferlinu frá upphafi til enda og geti kallað eftir öllum sönnunargögnum. Þá getur hann að minnsta kosti slegið afgerandi á glundroðann, hinn illfyrirsjáanlega kostnað og pókerspilið. Og þá er bara eftir að spyrja hvort allir séu jafnir fyrir lögunum. Augljóslega ekki. Fyrir dómi stendur sá betur sem hefur meira milli handanna. Ég tel reyndar misindismanninn standa best að vígi. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun