Lífið

„Ég dó næstum því á Íslandi“

Máni Snær Þorláksson skrifar
Bowen Yang fer með hlutverk Edmund í þáttunum sem fer til Íslands í leit að ættingjum sínum.
Bowen Yang fer með hlutverk Edmund í þáttunum sem fer til Íslands í leit að ættingjum sínum. YouTube

Bandaríski leikarinn Bowen Yang segist næstum hafa látið lífið hér á landi er hann var á hestbaki. Yang var staddur á Íslandi og var á hestbaki fyrir tökur á sjónvarpsþætti.

„Það er ekki gaman að vera á hestbaki,“ segir leikarinn í hlaðvarpi sínu Las Culturistas. Þar rifjaði hann það upp þegar hann var við tökur fyrir sjónvarpsþáttaröðina Awkwafina Nora From Queens. Í þættinum fer Edmund, sem Yang leikur, til Íslands ásamt aðalpersónu þáttanna til að finna ættingja sína.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum sem um ræðir.

Yang segist dýrka teymið sem vann við gerð þáttana en að þau hafi ákveðið að nota dróna í upptökum á senum þar sem þau voru á hestum. „Auðvitað vissi hesturinn ekki hvað í andskotanum það [dróni] er og ég dó næstum því.“

Þá spyr Yang meðstjórnanda hlaðvarpsins, Matt Rogers, hvort hann hafi ekki verið búinn að segja honum frá þessu. „Ég dó næstum því á Íslandi.“

Dróninn hafi flogið of nálægt hestinum sem Yang var á með þeim afleiðingum að hann hræddist. „Ég datt næstum því af,“ segir hann. Hluti af honum hafi hugsað að þetta væri góð leið til að kveðja þennan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.