Innlent

Sló til hunds og var hand­tekinn

Árni Sæberg skrifar
Lögregla þurfti að skipta sér af nokkuð mörgum þjóðhátíðargestum í nótt.
Lögregla þurfti að skipta sér af nokkuð mörgum þjóðhátíðargestum í nótt. Vísir/elísabet hanna

Þjóðhátíðargestur var handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds lögreglu en var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt og ekki síður hjá fíkniefnaleitarhundum þar sem fimmtán mál tengd fíkniefnum komu upp.

Þetta segir í færslu lögreglunnar í Vestmannaeyjum á Facebook. Þar segir að einn sé grunaður um sölu fíkniefna og að ein líkamsárás hafi verið tilkynnt.

Veðrið hafi leikið við þjóðhátíðargesti. Blíðrviðri hafi verið á setingunni í gær og stafalogn í nótt þegar kveikt var í brennunni á Fjósakletti.

Þá segir að lögreglan meti það svo að sjaldan hafi fleiri verið mættir á föstudegi á þjóðhátíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×