Megi segja að eldgosið sé að lognast út af Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2023 14:03 Eldgosið við Litla-Hrút er ekkert sérstaklega tilkomumikið lengur. Stöð 2/Arnar Verulega hefur dregið úr gosóróa í eldgosinu við Litla-Hrút og að óbreyttu má gera ráð fyrir því að því ljúki á allra næstu dögum. „Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Óróinn heldur áfram að minnka sem sýnir að það er enn þá eitthvað til að draga úr. Ef það er eitthvað að draga úr þá er enn þá eitthvað í gangi, maður myndi halda það. En það er rosalega lítil virkni þannig það má segja að þetta sé að lognast út af,“ segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Í gosmyndavél Vísis má sjá að lítil sem engin virkni er í gosinu: Vendingar geti alltaf orðið Hún segir þó að vert sé að hafa í huga að í eldgosinu í Fagradalsfjalli árið 2021 hafi komið hlé á gosinu sem vörðu í allt að viku. „Þannig að við erum ekki tilbúin til að gefa út goslok alveg strax. Þetta verður endurmetið núna í næstu viku,“ segir Salóme Jórunn. Nýtt hættumat verði gefið út í komandi viku en hún áréttar að þangað til sé hættumat í fullu gildi. „En ef það verða engar vendingar þá má segja að þetta sé að deyja út. En það geta orðið vendingar, það er kannski varnaglinn. En það lítur ekki út fyrir neitt annað núna en að það sé að deyja út.“ Engin dánarvottorð gefin út fyrir eldgos Salóme Jórunn segir að almennt séð hafi ekki verið gefin út dánarvottorð fyrir eldgos. Formlegum goslokum hafi þó stundum verið lýst yfir, meðal annars í eldgosinu á Heimaey enda hafi verið beðið eftir þeim. Þá hafi goslokum verið lýst yfir nokkuð seint í eldgosinu árið 2021 vegna áðurnefndra goshléa. „Það hefur ekki verið neitt goshlé á þessu. Þetta byrjaði bara og er búið að standa yfir í þessar rétt rúmu þrjár vikur. Þannig að ef það verða engar vendingar þá má ætlast til þess að við getum sagt að gosinu sé lokið eftir einhverja daga eða vikur. En það er alltaf betra að horfa á þetta í baksýnisspeglinum. Það er verra að gefa út goslok og vera svo gripinn í bólinu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Gosið í dauðateygjunum Það lítur allt út fyrir að eldgosið sem hófst 10. júlí síðastliðinn við Litla Hrút sé að líða undir lok. 4. ágúst 2023 08:19