Neytendur

Innkalla grænkerarétt

Eiður Þór Árnason skrifar
Varan umrædda sem hefur nú verið innkölluð.
Varan umrædda sem hefur nú verið innkölluð. Aðsend

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað vöru að nafni Shicken Butter Curry eftir að málmstykki fannst í pakkningu. Varan hefur verið seld í verslunum Krónunnar, Nettó, Hagkaupa og í Vegan búðinni. 

Um er að ræða tilbúinn rétt með kjötlíki sem er ætlað að líkja eftir kjúklingi. Hentar hann því meðal annars grænkerum sem vilja forðast neyslu dýraafurða. 

Neytendur sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga þar sem matvæli sem innihalda aðskotahluti geti reynst óörugg og óhæf til neyslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Upplýsingar um vöruna sem innköllunin einskorðast við

Vörumerki: Shicken.

Vöruheiti: Shicken Butter Curry.

Best fyrir dagsetning: 09.08.2023.

Lotunúmer: 05217.

Strikamerki: 5065008359043.

Innflytjandi: Veganmatur ehf., Faxafeni 14.

Framleiðandi: Shicken Foods.

Framleiðsluland: Bretland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×