Innlent

Stöðvuðu er­lendan ­bíl­stjóra hópbifreiðar á nöglum og án réttinda

Eiður Þór Árnason skrifar
Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Skúli Jónsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögregla hafi afskipti af bílstjóra hópbifreiðar í nótt sem reyndist hvorki vera með atvinnuréttindi hér á landi né ökuréttindi til að aka hópbifreið. Þrír farþegar voru um borð en bílstjórinn er kínverskur ríkisborgari með dvalarleyfi í Svíþjóð.

Þetta segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og bætir við að umræddur ökumaður virðist hafa haft af þessu atvinnu án tilskilinna leyfa. 

Fyrst var greint frá málinu í hádegisfréttum RÚV en auk áðurnefndra brota vantaði ökurita í bifreiðina sem var á nelgdum dekkjum líkt og óleyfilegt er á þessum tíma árs. Sömuleiðis vantaði bílstjórann tilskilið rekstrarleyfi samkvæmt reglugerð.

Maðurinn hefur verið kærður en heimild er í lögum til að sekta einstaklinga fyrir brot af þessu tagi. Kemur það í hlut ákærusviðs að taka ákvörðun um næstu skref og lúkningu málsins, að sögn Skúla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×