Öruggur sigur strákanna en stelpurnar töpuðu í lokin Sindri Sverrisson skrifar 8. ágúst 2023 15:37 Strákarnir í U19-landsliðinu hafa unnið örugga sigra gegn Suður-Kóreu og Barein í Forsetabikarnum á HM. HSÍ Strákarnir í U19-landsliði karla í handbolta mæta Svíþjóð á fimmtudag og spila um sæti 17-20, á heimsmeistaramótinu sem nú stendur yfir í Króatíu. Stelpurnar í U17-landsliði Íslands spila væntanlega um 13.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi. Þetta varð ljóst eftir afar öruggan sigur Íslands gegn Barein í dag, 34-28, á HM U19 karla, og 25-21 tap Íslands gegn Sviss á EM U17 kvenna. Í leik U19-landsliðs karla við Barein var aldrei mikil spurning hvernig færi, þó að Barein kæmist reyndar í 6-4 í upphafi leiks. Íslensku strákarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru 19-13 yfir í hálfleik. Liðið hélt svo góðu forskoti allan seinni hálfleikinn. Framarinn Reynir Þór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði sex mörk og var markahæstur í dag. Elmar Erlingsson og Eiður Rafn Valsson skoruðu fimm mörk hvor og Össur Haraldsson fjögur. Eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðlakeppninni og því farið yfir í Forsetabikarinn svokallaða, hafa íslensku strákarnir unnið örugga sigra á Suður-Kóreu og Barein. Svíar hafa sömuleiðis unnið stórsigra gegn Bandaríkjunum og Argentínu. Ísland og Svíþjóð mætast á fimmtudaginn og mun sigurliðið spila um 17. sæti við sigurliðið úr leik Marokkó og Svartfjallalands. Tapliðin mætast í leik um 19. sæti. Stelpurnar misstu niður forystuna gegn Sviss Stelpurnar í U17-landsliðinu eru enn stigalausar í sínum riðli í baráttunni um 9.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi, eftir tapið gegn Sviss í dag. Svíþjóð tapaði 30-27 fyrir Tékklandi sem er með fullt hús stiga, en áður hafði Svíþjóð unnið Sviss með einu marki. Sviss var 13-12 yfir í hálfleik í dag en Ísland komst svo yfir og var meðal annars 18-16 yfir, áður en Sviss náði forystunni á nýjan leik og skoraði svo fjögur af sex síðustu mörkum leiksins. Það er því allt útlit fyrir að Ísland spili um 13.-16. sæti á mótinu en með átta marka sigri gegn Svíþjóð á morgun gæti Ísland farið í leikina um 9.-12. sæti, ef Sviss vinnur ekki Tékkland. Ásthildur Þórhallsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir voru markahæstar Íslands gegn Sviss í dag með fimm mörk hvor, og Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur. Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Þetta varð ljóst eftir afar öruggan sigur Íslands gegn Barein í dag, 34-28, á HM U19 karla, og 25-21 tap Íslands gegn Sviss á EM U17 kvenna. Í leik U19-landsliðs karla við Barein var aldrei mikil spurning hvernig færi, þó að Barein kæmist reyndar í 6-4 í upphafi leiks. Íslensku strákarnir svöruðu með fjórum mörkum í röð og voru 19-13 yfir í hálfleik. Liðið hélt svo góðu forskoti allan seinni hálfleikinn. Framarinn Reynir Þór Stefánsson var valinn maður leiksins en hann skoraði sex mörk og var markahæstur í dag. Elmar Erlingsson og Eiður Rafn Valsson skoruðu fimm mörk hvor og Össur Haraldsson fjögur. Eftir að hafa naumlega misst af sæti í milliriðlakeppninni og því farið yfir í Forsetabikarinn svokallaða, hafa íslensku strákarnir unnið örugga sigra á Suður-Kóreu og Barein. Svíar hafa sömuleiðis unnið stórsigra gegn Bandaríkjunum og Argentínu. Ísland og Svíþjóð mætast á fimmtudaginn og mun sigurliðið spila um 17. sæti við sigurliðið úr leik Marokkó og Svartfjallalands. Tapliðin mætast í leik um 19. sæti. Stelpurnar misstu niður forystuna gegn Sviss Stelpurnar í U17-landsliðinu eru enn stigalausar í sínum riðli í baráttunni um 9.-16. sæti á EM í Svartfjallalandi, eftir tapið gegn Sviss í dag. Svíþjóð tapaði 30-27 fyrir Tékklandi sem er með fullt hús stiga, en áður hafði Svíþjóð unnið Sviss með einu marki. Sviss var 13-12 yfir í hálfleik í dag en Ísland komst svo yfir og var meðal annars 18-16 yfir, áður en Sviss náði forystunni á nýjan leik og skoraði svo fjögur af sex síðustu mörkum leiksins. Það er því allt útlit fyrir að Ísland spili um 13.-16. sæti á mótinu en með átta marka sigri gegn Svíþjóð á morgun gæti Ísland farið í leikina um 9.-12. sæti, ef Sviss vinnur ekki Tékkland. Ásthildur Þórhallsdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir voru markahæstar Íslands gegn Sviss í dag með fimm mörk hvor, og Lydía Gunnþórsdóttir skoraði fjögur.
Landslið kvenna í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á Sumardaginn fyrsta Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira