Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2023 08:49 Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í sumar. Vísir/Kolbeinn Tumi Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. Maðurinn var dæmdur til að sæta þrjátíu daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi brotið sér leið inn á heimili sitt á Akureyri í apríl 2022 með því að berja stóru grjóti á útidyrahurð íbúðarinnar og síðan brotið glugga í útidyrahurðinni. Hann hafi svo brotið glugga í forstofuhurð og ruðst inn í svefnherbergi þar sem eiginkona hans hafði leitað skjóls ásamt börnum þeirra og dóttur sinni og móður. Þegar maðurinn hafði ruðst inn í herbergið skipaði hann konu sinni, tengdamóður og öllum börnum að yfirgefa íbúðina í snarhasti „þar sem hann væri kominn með nóg af þeim og gaf þeim klukkutíma til að yfirgefa íbúðina.“ Hann hafi svo kallað eiginkonu sína „helvítis hóru“, „tussu“ og „fokking geðveika“ fyrir framan börnin. Blóð slettist á börn og aðra Í ákæru segir ennfremur að við það að brjóta sér leið inn úr forstofunni hafi maðurinn skorist illa á hendi þannig að blóð hafi lekið úr hendi hans á muni og gólf í íbúðinni þannig að slettist á börnin og aðra viðstadda. Með atferlinu og orðum sínum hafi maðurinn sýnt börnum sínum og stjúpbarni „yfirgang, vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi og [sett] fram stórfelldar ærumeiðingar gegn maka sínum með tilgreindum orðum og fyrirskipunum fyrir framan börnin og móður brotaþola“. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir vörslu á um tveggja gramma skammti af marijúana. Sótti ekki þing Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall, en dómari mat gögn í málinu næg til sakfellingar. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar í málinu, sem dómari mat hæfileg þrjátíu daga fangelsi. Fullnusta refsingarinnar var hins vegar frestað og skal hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
Maðurinn var dæmdur til að sæta þrjátíu daga fangelsi, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla að tveimur árum liðnum, haldi hann almennt skilorð. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi brotið sér leið inn á heimili sitt á Akureyri í apríl 2022 með því að berja stóru grjóti á útidyrahurð íbúðarinnar og síðan brotið glugga í útidyrahurðinni. Hann hafi svo brotið glugga í forstofuhurð og ruðst inn í svefnherbergi þar sem eiginkona hans hafði leitað skjóls ásamt börnum þeirra og dóttur sinni og móður. Þegar maðurinn hafði ruðst inn í herbergið skipaði hann konu sinni, tengdamóður og öllum börnum að yfirgefa íbúðina í snarhasti „þar sem hann væri kominn með nóg af þeim og gaf þeim klukkutíma til að yfirgefa íbúðina.“ Hann hafi svo kallað eiginkonu sína „helvítis hóru“, „tussu“ og „fokking geðveika“ fyrir framan börnin. Blóð slettist á börn og aðra Í ákæru segir ennfremur að við það að brjóta sér leið inn úr forstofunni hafi maðurinn skorist illa á hendi þannig að blóð hafi lekið úr hendi hans á muni og gólf í íbúðinni þannig að slettist á börnin og aðra viðstadda. Með atferlinu og orðum sínum hafi maðurinn sýnt börnum sínum og stjúpbarni „yfirgang, vanvirðandi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi og [sett] fram stórfelldar ærumeiðingar gegn maka sínum með tilgreindum orðum og fyrirskipunum fyrir framan börnin og móður brotaþola“. Maðurinn var sömuleiðis ákærður fyrir vörslu á um tveggja gramma skammti af marijúana. Sótti ekki þing Maðurinn sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall, en dómari mat gögn í málinu næg til sakfellingar. Sakaferill mannsins hafði ekki áhrif við ákvörðun refsingar í málinu, sem dómari mat hæfileg þrjátíu daga fangelsi. Fullnusta refsingarinnar var hins vegar frestað og skal hún niður falla, haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár.
Dómsmál Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira