Ítalska ríkissjónvarpið RAI greindi frá fréttunum.
Fjórir farþegar bátsins, þrír karlar og ein kona, komust lífs af. Fólkinu var bjargað af áhöfn flutningaskips áður en þau voru flutt yfir í bát landhelgisgæslu Ítala. Hópurinn kom til Lampedusa í morgun þar sem þau greindu björgunarsveitarfólki frá örlögum bátsins.
Að sögn fólksins lagði báturinn (sem var um sjö metrar að lengd) af stað frá hafnarborginni Sfax í Túnis síðastliðinn fimmtudag og voru 45 manns um borð í honum, þar af þrjú börn.
Báturinn sökk aðeins nokkrum klukkustundum eftir brottför eftir að stór alda skall á honum.
Meira en átján hundruð manns hafa látið lífið í ár á leið sinni yfir Kyrrahafið frá Túnis til Ítalíu. Undanfarna daga hafa varðskip á vegum landhelgisgæslunnar og aðrir hópar bjargað tvö þúsund manns undan ströndum Lampedusa.