Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. vísir

Starfandi formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir eðlilegt að skoða hugmyndir um að setja svokallaðan hvalrekaskatt til að bregðast við stöðu heimilanna í landinu. Við ræðum við hann í fréttatímanum.

Fjörutíu og einn flóttamaður lét lífið þegar bátur fórst undan ströndum ítölsku eyjunnar Lampedusa. Fjórir komust lífs og voru flutt með fraktskipi til Ítalíu, þrír karlar og ein kona sem greindu björgunarliðum frá skipbrotinu.

Framkvæmdastjóri STEFs segir hugmyndir Google um að auðvelda tæknifyrirtækjum aðgang að útgefnu efni á netinu, í þeim tilgangi að þjálfa gervigreind, geta gengið upp ef tryggt sé að rétthafar fái skýran valkost um að standa utan slíkrar öflunar.

Þá heyrum við í formanni þjóðhátíðarnefndar um aðgengismál í Herjólfsdal, sem hafa verið gagnrýnd og tökum stöðuna á Fiskideginum mikla sem fram fer næstu helgi.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×