Vantrúaður á yfirlýsingar um byltingarkenndan ofurleiðara Kjartan Kjartansson skrifar 13. ágúst 2023 08:01 Myndskeið af fljótandi flís af LK-99 hafa farið víða á samfélagsmiðlum. Einn eiginleiki ofurleiðara er að þeir hleypa engu segulflæði í gegnum sig. Það flýtur því yfir segli. Mótseglun ein og sér er þó ekki sönnun þess að efni sé ofurleiðari, að sögn Snorra Þorgeirs Ingvarssonar, eðlisfræðings. Vísir Prófessor í eðlisfræði segist vantrúaður á nýlegar fullyrðingar kóreskra vísindamanna um að þeir hafi fundið nýja tegund ofurleiðara sem vakið hafa mikla athygli. Uppgötvun á ofurleiðara við stofuhita gæti valdið gríðarlegum tækniframförum. Suðurkóreskir vísindamenn birtu greinar í síðasta mánuði þar sem þeir héldu því fram að þeir hefðu uppgötvað efni sem er ofurleiðari vel yfir stofuhita og við staðalþrýsting. Efnið kalla þeir LK-99 og er blanda af blýi, kopar og súrefni. Reyndist efnið raunverulega ofurleiðandi væri um byltingu í eðlisfræði að ræða sem gæti valdið stórstígum framförum í orkuflutningum og nýtni. Ofurleiðarar eru efni sem leiða rafstraum án nánast nokkurs viðnáms. Þeir voru fyrst uppgötvaðir snemma á 20. öld. Þá voru það aðeins málmar og málmblöndur sem höfðu þessa ofurleiðandi eiginleika þegar þær voru kældar niður undir nokkrar gráður ofan við alkul, rúmlega 273 gráðu frost á Celsíus. Síðar komu fram svonefndir háhitaofurleiðarar. Sá hiti var þó aðeins hár hlutfallslega því virknin kom aðeins fram við um -140°C. Fullyrðingar um efni sem er ofurleiðandi við stofuhita vöktu því mikla athygli og hefur fjöldi rannsóknarhópa víða um heim keppst við að endurskapa virknina sem var lýst í greinum kóresku vísindamannanna. Engum þeirra hefur enn tekist það og flest virðist raunar benda til þess að enginn fótur sé fyrir yfirlýsingum Kóreumannanna. „Það er náttúrulega ofsalega stór fullyrðing að halda því fram að þú sért með ofurleiðara við herbergishita. Ef rétt reyndist þá væri það stórkostlegt þannig að það stökkva allir til sem vinna á þessu sviði,“ segir Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að LK-99 líti ekki einu sinni út fyrir að vera sérstaklega góður leiðari, hvað þá ofurleiðari.Háskóli Íslands Óritrýndar greinar og ýmsum spurningum ósvarað Eftir því sem Snorra telst til vinna nú fleiri en tuttugu rannsóknarhópar að því að endurgera meinta ofurleiðarann eftir forskrift kóresku vísindamannanna. Engum þeirra hafi tekist að sýna fram á ofurleiðni. „Núna dynja auðvitað á þeim spurningar. Það dularfulla er að engum tekst að endurskapa þetta,“ segir Snorri sem bendir á að greinar Kóreumannanna séu óritrýndar og af þeim að dæma sé ýmsum spurningum ósvarað. Að hans mati vantar einnig í gögn Kóreumannanna ákveðin sérkenni þess að efnið sér raunverulega ofurleiðandi. Þannig vanti ákveðin einkenni fasabreytinga í mæliniðurstöður á varmaeiginleikum efnisins. Þá sé skali sem vísindamennirnir nota fyrir eðlisviðnám mjög grófur og efnið líti ekki einu sinni út fyrir að vera sérstaklega góður leiðari, hvað þá ofurleiðari. „Það væri auðvitað stórkostlegt ef svo væri en gögnin sem þeir sýna finnst mér ekki sannfærandi hvað þetta varðar,“ segir Snorri. Mótseglun ekki sönnun fyrir ofurleiðni Einhverjum hafi tekist að fá fram svokallaða mótseglun sem Snorri segir að geti skýrt af hverju efni virðist fljóta yfir segli. Myndskeið af fljótandi efni frá vísindamönnunum og fjölda misalvörugefnum netverjum sem reyndu að endurskapa virknina hafa farið víða á samfélagsmiðlum. The best video we have so far is probably also the newest, published first in @kchangnyt's article out today, from HT Kim. pic.twitter.com/gu80jgDOqe— Alex Kaplan (@alexkaplan0) August 4, 2023 Ofurleiðarar eru fullkomnir mótseglar sem hleypa engu segulflæði inn í sig og geta því flotið yfir seglum. Mótseglun ein og sér dugir þó ekki til þess að sýna fram á að efni séu ofurleiðandi, að sögn Snorra. Sem dæmi nefnir hann að eðlisfræðingurinn Andre Geim, sem hlaut Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvun á grafeni, hafi fyrr á ferli sínum látið froska fljóta yfir segli. „Froskar og lífrænn vefur eru mótseglandi efni. Það er bara dæmi um að þú þarft ekki ofurleiðara. Froskar eru ekki ofurleiðandi!“ segir Snorri. Hann bendir einnig á að viðnám í efninu fari ekki niður í núll þó að það virðist falla skyndilega við 104°C. Það þyki honum ekki benda til þess að LK-99 sé raunverulegur ofurleiðari. Snorra þykir tilgáta Kóreumannanna um að kopar í efnablöndunni skapi ofurleiðni í örlitlum punktum langsótt og að öll gögn vanti til að sýna fram á að niðurstöður þeirra séu annað og meira en skot í myrkri. „Ég er vantrúaður á þetta, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég hef ekki mikla trú á þessu,“ segir Snorri. Væri praktískt til orkuflutnings Snorra finnst ekki sérstaklega líklegt að efni sem séu ofurleiðandi við stofuhita komi til með að finnast. Eðlisfræðingar hafi þó haft rangt fyrir sér áður. Uppgötvun háhitaofurleiðara á seinni hluta síðustu aldar hafi valdi gríðarlegum skjálfta í eðlisfræðiheiminum og hún hafi ítrekað verið sannreynd og staðfest síðan. „Hefðbundnir“ ofurleiðarar eru ekki hagkvæmir á stórum skala vegna þess hversu dýrt það er að kæla þá nægilega niður til þess að viðhalda ofurleiðninni. Fram að þessu hafa þeir því haft afmörkuð not, til dæmis við rannsóknir í öreindahröðlum og lághitarannsóknum sem krefjast öflugs segulsviðs en einnig í segulómtækjum, fjarskiptabúnaði og nýframkomnum skammtatölvum. Fyndist efni sem væri ofurleiðandi við stofuhita og væri ódýrt í framleiðslu gæti það leitt til alls kyns tækniframfara sem tengjast rafmagni og raftækjum. Orka sem nú tapast í formi hita sem myndast við viðnám í leiðurum nýttist að fullu. Þannig gætu rafhlöður í snjallsímum enst lengur og tölvur og hvers kyns önnur tæki yrðu orkunýtnari. „Þetta væri gríðarlega praktískt til orkuflutnings. Þú getur flutt mikinn straum með þessum hætti en þú þarft ofurleiðni yfir gríðarlega langar vegalengdir og það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að ofurleiðarar séu notaðir við orkuflutning,“ segir prófessorinn. Tækni Vísindi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Suðurkóreskir vísindamenn birtu greinar í síðasta mánuði þar sem þeir héldu því fram að þeir hefðu uppgötvað efni sem er ofurleiðari vel yfir stofuhita og við staðalþrýsting. Efnið kalla þeir LK-99 og er blanda af blýi, kopar og súrefni. Reyndist efnið raunverulega ofurleiðandi væri um byltingu í eðlisfræði að ræða sem gæti valdið stórstígum framförum í orkuflutningum og nýtni. Ofurleiðarar eru efni sem leiða rafstraum án nánast nokkurs viðnáms. Þeir voru fyrst uppgötvaðir snemma á 20. öld. Þá voru það aðeins málmar og málmblöndur sem höfðu þessa ofurleiðandi eiginleika þegar þær voru kældar niður undir nokkrar gráður ofan við alkul, rúmlega 273 gráðu frost á Celsíus. Síðar komu fram svonefndir háhitaofurleiðarar. Sá hiti var þó aðeins hár hlutfallslega því virknin kom aðeins fram við um -140°C. Fullyrðingar um efni sem er ofurleiðandi við stofuhita vöktu því mikla athygli og hefur fjöldi rannsóknarhópa víða um heim keppst við að endurskapa virknina sem var lýst í greinum kóresku vísindamannanna. Engum þeirra hefur enn tekist það og flest virðist raunar benda til þess að enginn fótur sé fyrir yfirlýsingum Kóreumannanna. „Það er náttúrulega ofsalega stór fullyrðing að halda því fram að þú sért með ofurleiðara við herbergishita. Ef rétt reyndist þá væri það stórkostlegt þannig að það stökkva allir til sem vinna á þessu sviði,“ segir Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands. Snorri Þorgeir Ingvarsson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að LK-99 líti ekki einu sinni út fyrir að vera sérstaklega góður leiðari, hvað þá ofurleiðari.Háskóli Íslands Óritrýndar greinar og ýmsum spurningum ósvarað Eftir því sem Snorra telst til vinna nú fleiri en tuttugu rannsóknarhópar að því að endurgera meinta ofurleiðarann eftir forskrift kóresku vísindamannanna. Engum þeirra hafi tekist að sýna fram á ofurleiðni. „Núna dynja auðvitað á þeim spurningar. Það dularfulla er að engum tekst að endurskapa þetta,“ segir Snorri sem bendir á að greinar Kóreumannanna séu óritrýndar og af þeim að dæma sé ýmsum spurningum ósvarað. Að hans mati vantar einnig í gögn Kóreumannanna ákveðin sérkenni þess að efnið sér raunverulega ofurleiðandi. Þannig vanti ákveðin einkenni fasabreytinga í mæliniðurstöður á varmaeiginleikum efnisins. Þá sé skali sem vísindamennirnir nota fyrir eðlisviðnám mjög grófur og efnið líti ekki einu sinni út fyrir að vera sérstaklega góður leiðari, hvað þá ofurleiðari. „Það væri auðvitað stórkostlegt ef svo væri en gögnin sem þeir sýna finnst mér ekki sannfærandi hvað þetta varðar,“ segir Snorri. Mótseglun ekki sönnun fyrir ofurleiðni Einhverjum hafi tekist að fá fram svokallaða mótseglun sem Snorri segir að geti skýrt af hverju efni virðist fljóta yfir segli. Myndskeið af fljótandi efni frá vísindamönnunum og fjölda misalvörugefnum netverjum sem reyndu að endurskapa virknina hafa farið víða á samfélagsmiðlum. The best video we have so far is probably also the newest, published first in @kchangnyt's article out today, from HT Kim. pic.twitter.com/gu80jgDOqe— Alex Kaplan (@alexkaplan0) August 4, 2023 Ofurleiðarar eru fullkomnir mótseglar sem hleypa engu segulflæði inn í sig og geta því flotið yfir seglum. Mótseglun ein og sér dugir þó ekki til þess að sýna fram á að efni séu ofurleiðandi, að sögn Snorra. Sem dæmi nefnir hann að eðlisfræðingurinn Andre Geim, sem hlaut Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvun á grafeni, hafi fyrr á ferli sínum látið froska fljóta yfir segli. „Froskar og lífrænn vefur eru mótseglandi efni. Það er bara dæmi um að þú þarft ekki ofurleiðara. Froskar eru ekki ofurleiðandi!“ segir Snorri. Hann bendir einnig á að viðnám í efninu fari ekki niður í núll þó að það virðist falla skyndilega við 104°C. Það þyki honum ekki benda til þess að LK-99 sé raunverulegur ofurleiðari. Snorra þykir tilgáta Kóreumannanna um að kopar í efnablöndunni skapi ofurleiðni í örlitlum punktum langsótt og að öll gögn vanti til að sýna fram á að niðurstöður þeirra séu annað og meira en skot í myrkri. „Ég er vantrúaður á þetta, ef ég á að segja alveg eins og er. Ég hef ekki mikla trú á þessu,“ segir Snorri. Væri praktískt til orkuflutnings Snorra finnst ekki sérstaklega líklegt að efni sem séu ofurleiðandi við stofuhita komi til með að finnast. Eðlisfræðingar hafi þó haft rangt fyrir sér áður. Uppgötvun háhitaofurleiðara á seinni hluta síðustu aldar hafi valdi gríðarlegum skjálfta í eðlisfræðiheiminum og hún hafi ítrekað verið sannreynd og staðfest síðan. „Hefðbundnir“ ofurleiðarar eru ekki hagkvæmir á stórum skala vegna þess hversu dýrt það er að kæla þá nægilega niður til þess að viðhalda ofurleiðninni. Fram að þessu hafa þeir því haft afmörkuð not, til dæmis við rannsóknir í öreindahröðlum og lághitarannsóknum sem krefjast öflugs segulsviðs en einnig í segulómtækjum, fjarskiptabúnaði og nýframkomnum skammtatölvum. Fyndist efni sem væri ofurleiðandi við stofuhita og væri ódýrt í framleiðslu gæti það leitt til alls kyns tækniframfara sem tengjast rafmagni og raftækjum. Orka sem nú tapast í formi hita sem myndast við viðnám í leiðurum nýttist að fullu. Þannig gætu rafhlöður í snjallsímum enst lengur og tölvur og hvers kyns önnur tæki yrðu orkunýtnari. „Þetta væri gríðarlega praktískt til orkuflutnings. Þú getur flutt mikinn straum með þessum hætti en þú þarft ofurleiðni yfir gríðarlega langar vegalengdir og það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að ofurleiðarar séu notaðir við orkuflutning,“ segir prófessorinn.
Tækni Vísindi Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira