Fjórtán ára rapparinn Lil Tay og bróðir hennar sögð látin Ólafur Björn Sverrisson skrifar 9. ágúst 2023 18:47 Lil Tay varð vinsæll rappari aðeins níu ára gömul en snemma komu fram ásakanir á hendur fjölskyldumeðlima hennar um misneytingu. skjáskot Fjórtán ára rapparinn Lil Tay er látinn. Frá andláti hennar er greint á Instagram síðu hennar en þar kemur einnig fram að bróðir hennar, hinn 21 árs gamli Jason Tian, sé látinn. Dánarorsök þeirra virðist ókunn. Athugasemd ritstjórnar: Meintur dauði Lil Tay virðist hafa verið uppspuni. Lil Tay, sem heitir réttu nafni Claire Hope, skaust á stjörnuhiminn netheima aðeins níu ára gömul með birtingu rappmyndbanda á Instagram árið 2018. Þeim mynböndum eyddi Lil Tay fyrir skömmu sem gerði aðdáendur hennar áhyggjufulla. Það var sömuleiðis á Instagram sem ónefndur fjölskyldumeðlimur staðfesti orðróm sem hafði verið á kreiki um dauða hennar. Kom þar fram að bróðir hennar sé einnig látinn en ekkert er gefið upp um ástæðu dauða þeirra. Málið er því allt hið dularfyllsta. View this post on Instagram A post shared by Lil Tay (@liltay) „Það er með mikilli sorg sem við greinum frá dauða okkar ástkæru Claire. Við eigum engin orð til þess að lýsa þessum gríðarlega missi og sársauka,“ segir í tilkynningunni. „Þetta var algjörlega óviðbúið og er okkur öllum mikið áfall.“ Stormasamt samband við fjölskylduna Þá segir að dauði þeirra beggja sé enn til rannsóknar. Bróðir hennar heitir Jason Tian og var 21 árs gamall. Í kjölfar vinsælda Lil Tay komu fram ásakanir í fjölmiðlum á hendur föður hennar og bróður. Var faðir Claire sakaður um kynferðislegt og andlegt ofbeldi gegn henni og bróðir hennar um misneytingu. View this post on Instagram A post shared by Lil Tay (@liltay) „Á þessum tímum biðjum við um frið á meðan við syrgjum þennan missi,“ segir enn fremur í tilkynningunni. „Claire mun ávallt dvelja í hjörtum okkar, hennar fjarvera mun skilja eftir tómarúm sem allir sem hana þekktu munu finna fyrir.“ Faðir Claire, lögfræðingurinn Christopher Hope, neitaði að tjá sig um málið við Daily mail. Í frétt Daily mail eru helstu atburðir í lífi Lil Tay, fram að dauða hennar, raktir. Kemur þar fram að Claire hafi átt í stormasömu sambandi við föður hennar og stjúpmóður. Bróðir hennar hafi reynt að safna pening fyrir Claire eftir að ásakanir um ofbeldi komu fram en jafnfram nýtt sér vinsældir hennar til hins ítrasta. Myndband af bróður hennar að þjálfa hana fyrir framkomu á netinu fór víða á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Lil Tay being coached what to say by her brother... SAD! pic.twitter.com/lJi7o2AXnp— KEEM 🍿 (@KEEMSTAR) May 21, 2018 Lil Tay hafði ekki verið virk á Instagram í nokkur ár. Í apríl 2021 skrifaði Lil Tay orðin „hjálpið mér“ í hringrás (e. story) sinni á Instagram, sem vakti grunsemdir margra um að ekki væri allt með felldu hjá henni og fjölskyldu. Bandaríkin Hollywood Tónlist Andlát Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Athugasemd ritstjórnar: Meintur dauði Lil Tay virðist hafa verið uppspuni. Lil Tay, sem heitir réttu nafni Claire Hope, skaust á stjörnuhiminn netheima aðeins níu ára gömul með birtingu rappmyndbanda á Instagram árið 2018. Þeim mynböndum eyddi Lil Tay fyrir skömmu sem gerði aðdáendur hennar áhyggjufulla. Það var sömuleiðis á Instagram sem ónefndur fjölskyldumeðlimur staðfesti orðróm sem hafði verið á kreiki um dauða hennar. Kom þar fram að bróðir hennar sé einnig látinn en ekkert er gefið upp um ástæðu dauða þeirra. Málið er því allt hið dularfyllsta. View this post on Instagram A post shared by Lil Tay (@liltay) „Það er með mikilli sorg sem við greinum frá dauða okkar ástkæru Claire. Við eigum engin orð til þess að lýsa þessum gríðarlega missi og sársauka,“ segir í tilkynningunni. „Þetta var algjörlega óviðbúið og er okkur öllum mikið áfall.“ Stormasamt samband við fjölskylduna Þá segir að dauði þeirra beggja sé enn til rannsóknar. Bróðir hennar heitir Jason Tian og var 21 árs gamall. Í kjölfar vinsælda Lil Tay komu fram ásakanir í fjölmiðlum á hendur föður hennar og bróður. Var faðir Claire sakaður um kynferðislegt og andlegt ofbeldi gegn henni og bróðir hennar um misneytingu. View this post on Instagram A post shared by Lil Tay (@liltay) „Á þessum tímum biðjum við um frið á meðan við syrgjum þennan missi,“ segir enn fremur í tilkynningunni. „Claire mun ávallt dvelja í hjörtum okkar, hennar fjarvera mun skilja eftir tómarúm sem allir sem hana þekktu munu finna fyrir.“ Faðir Claire, lögfræðingurinn Christopher Hope, neitaði að tjá sig um málið við Daily mail. Í frétt Daily mail eru helstu atburðir í lífi Lil Tay, fram að dauða hennar, raktir. Kemur þar fram að Claire hafi átt í stormasömu sambandi við föður hennar og stjúpmóður. Bróðir hennar hafi reynt að safna pening fyrir Claire eftir að ásakanir um ofbeldi komu fram en jafnfram nýtt sér vinsældir hennar til hins ítrasta. Myndband af bróður hennar að þjálfa hana fyrir framkomu á netinu fór víða á samfélagsmiðlum í kjölfarið. Lil Tay being coached what to say by her brother... SAD! pic.twitter.com/lJi7o2AXnp— KEEM 🍿 (@KEEMSTAR) May 21, 2018 Lil Tay hafði ekki verið virk á Instagram í nokkur ár. Í apríl 2021 skrifaði Lil Tay orðin „hjálpið mér“ í hringrás (e. story) sinni á Instagram, sem vakti grunsemdir margra um að ekki væri allt með felldu hjá henni og fjölskyldu.
Bandaríkin Hollywood Tónlist Andlát Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira