Gulli lenti í kulnun: „Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:49 Gulli Helgason var viðmælandi í fyrsta þætti Íslands í dag þetta misserið. Stöð 2 Fjölmiðlamaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, áttaði sig á því að hann hafði lent í kulnun þegar hann stóð sig að því að finnast allt leiðinlegt, allt erfitt og allir í kringum hann vitlausir. Í Íslandi í dag spjallaði Sindri við Gulla sem er hættur í Bítinu eftir tíu ár og vinnur nú bæði í sér en einnig í nýjum þætti af Gulla sem byggir. „Ég var nú að grínast með Heimi um að ég yrði líklega mættur þarna í janúar eða febrúar, banki upp á og athugi hvort einhver þurfi ekki að klára sumarfríið sitt,“ segir Gulli og hlær en hann segir líklegt að hann muni sakna Bítisins. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið leið á Heimi en öllu heldur á vinnutímanum. „Þetta var pínulítið orðið eins og Groundhog Day, búin að taka sömu viðtölin oft. Þetta var orðið svolítið eins og hringiða,“ segir hann. Viðtal Sindra Sindrasonar við Gulla má sjá að neðan. „Sko, 2022, strembið ár. Þá var ég að gera átta þátta seríu, dóttir mín var að gera upp íbúð, móðir mín veikist og ég þarf að hjálpa henni að finna hjúkrunarheimili. Ég eiginlega bara hljóp á vegg í janúar. Og þá komumst við að því að ég þyrfti einhvers staðar að skrúfa fyrir og Bítið varð fyrir valinu, “ segir Gulli, aðspurður hvað olli því að hann lenti í kulnun. Afahlutverkið æðislegt „Þetta var orðið þannig að það voru allir hálfvitar og vitleysingar í kringum mig nema ég. Það var allt leiðinlegt. Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt,“ segir Gulli. „Maður lá kannski andvaka, og náði ekki fullum svefni. Alltaf að vakna klukkan fimm og alltaf að vera hress og kátur í morgunútvarpinu.“ „Gulli segir planið ekki alltaf hafa verið að gerast fjölmiðlamaður. Hann hafi til að mynda hafið flugnám þegar hann var um sextán ára. „Mér fannst það heillandi og tók nokkra tíma en svo hafði ég ekki efni á því lengur. Það dugði ekki að selja Vísi og dagblaðið fyrir flugtímum.“ Hlæjandi segist Gulli ekki hafa hug á að skila Ágústu konunni sinni, en þau hafa verið gift í 24 ár. Að auki á hann fjögur börn og tvö barnabörn. „Afahlutverkið er náttúrlega æðislegt, þá er maður einhvern veginn öðruvísi stemmdur, það er yndislegt,“ segir Gulli. Á erfitt með að horfa á sjálfan sig Aðspurður segir hann Gulla byggir standa upp úr þeim fjölmiðlaverkefnum sem hann hefur tekið þátt í. „Það er af því að ég er búinn að vera að gera það svolítið mikið einn,“ segir Gulli. Svo minnist hann á útvarpsstöðvarnar sem hann hefur stofnað, með mismiklum árangri. „Svo hoppaði maður á milli útvarpsstöðva eins og ég veit ekki hvað, en það var mjög skemmtilegur tími.“ Gulli segist eiga erfitt með að horfa á sjálfan sig í sjónvarpinu. „Það er kallað á mig, Gulli! Þátturinn er að byrja. Þá fer ég út í göngutúr,“ segir hann og hlær. Loks segist hann langa að vera á heitari stað, aðspurður hvar hann verði eftir tíu ár. „Mig langar svolítið að fara út, til Ítalíu eða Spánar og gera upp hús, prófa það. Vegna þess að það er allt öðruvísi heldur en hér.“ Ísland í dag Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Gulli búinn að vinna síðustu vaktina Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 30. júní 2023 13:30 Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. 7. júní 2023 08:59 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
„Ég var nú að grínast með Heimi um að ég yrði líklega mættur þarna í janúar eða febrúar, banki upp á og athugi hvort einhver þurfi ekki að klára sumarfríið sitt,“ segir Gulli og hlær en hann segir líklegt að hann muni sakna Bítisins. Aðspurður segist hann ekki hafa fengið leið á Heimi en öllu heldur á vinnutímanum. „Þetta var pínulítið orðið eins og Groundhog Day, búin að taka sömu viðtölin oft. Þetta var orðið svolítið eins og hringiða,“ segir hann. Viðtal Sindra Sindrasonar við Gulla má sjá að neðan. „Sko, 2022, strembið ár. Þá var ég að gera átta þátta seríu, dóttir mín var að gera upp íbúð, móðir mín veikist og ég þarf að hjálpa henni að finna hjúkrunarheimili. Ég eiginlega bara hljóp á vegg í janúar. Og þá komumst við að því að ég þyrfti einhvers staðar að skrúfa fyrir og Bítið varð fyrir valinu, “ segir Gulli, aðspurður hvað olli því að hann lenti í kulnun. Afahlutverkið æðislegt „Þetta var orðið þannig að það voru allir hálfvitar og vitleysingar í kringum mig nema ég. Það var allt leiðinlegt. Allt sem var skemmtilegt var orðið leiðinlegt,“ segir Gulli. „Maður lá kannski andvaka, og náði ekki fullum svefni. Alltaf að vakna klukkan fimm og alltaf að vera hress og kátur í morgunútvarpinu.“ „Gulli segir planið ekki alltaf hafa verið að gerast fjölmiðlamaður. Hann hafi til að mynda hafið flugnám þegar hann var um sextán ára. „Mér fannst það heillandi og tók nokkra tíma en svo hafði ég ekki efni á því lengur. Það dugði ekki að selja Vísi og dagblaðið fyrir flugtímum.“ Hlæjandi segist Gulli ekki hafa hug á að skila Ágústu konunni sinni, en þau hafa verið gift í 24 ár. Að auki á hann fjögur börn og tvö barnabörn. „Afahlutverkið er náttúrlega æðislegt, þá er maður einhvern veginn öðruvísi stemmdur, það er yndislegt,“ segir Gulli. Á erfitt með að horfa á sjálfan sig Aðspurður segir hann Gulla byggir standa upp úr þeim fjölmiðlaverkefnum sem hann hefur tekið þátt í. „Það er af því að ég er búinn að vera að gera það svolítið mikið einn,“ segir Gulli. Svo minnist hann á útvarpsstöðvarnar sem hann hefur stofnað, með mismiklum árangri. „Svo hoppaði maður á milli útvarpsstöðva eins og ég veit ekki hvað, en það var mjög skemmtilegur tími.“ Gulli segist eiga erfitt með að horfa á sjálfan sig í sjónvarpinu. „Það er kallað á mig, Gulli! Þátturinn er að byrja. Þá fer ég út í göngutúr,“ segir hann og hlær. Loks segist hann langa að vera á heitari stað, aðspurður hvar hann verði eftir tíu ár. „Mig langar svolítið að fara út, til Ítalíu eða Spánar og gera upp hús, prófa það. Vegna þess að það er allt öðruvísi heldur en hér.“
Ísland í dag Bíó og sjónvarp Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Gulli búinn að vinna síðustu vaktina Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 30. júní 2023 13:30 Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. 7. júní 2023 08:59 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Gulli búinn að vinna síðustu vaktina Útvarps -og sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Gulli Helga vann sína síðstu vakt í dag. Síðastliðin tíu ár hefur hann vaknað snemma og vakið þjóðina ásamt félögum sínum í Bítinu. Hann segist þakklátur fyrir tímann en framundan séu jafnframt spennandi verkefni. 30. júní 2023 13:30
Kveður Bítið en reiknar með að vakna áfram snemma Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli Helga, mun í lok mánaðar segja skilið við Bítið á Bylgjunni. Þá verða liðin tíu ár síðan hann hóf að vekja þjóðina alla virka morgna, þá ásamt Heimi Karlssyni og Huldu Bjarnadóttur. 7. júní 2023 08:59