Metaðsókn að Selasetri Íslands á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. ágúst 2023 20:30 Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga og myndin af Rostungnum, sem vekur mikla athygli á safninu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðsókn á Selasetrið á Hvammstanga hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð og í sumar en þangað koma um 250 manns á dag til að skoða þetta flotta safn um seli. Og það sem meira er, það er komin Rostungur á safnið. Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Það er mjög gaman að heimsækja Selasetur Íslands því safnið er svo skemmtilega uppsett og þar er svo mikinn fróðleik að finna um seli og allt það helsta, sem við kemur þeim. Aðsóknin að setrinu hefur verið einstaklega góð í sumar. „Það er mikið af gestum hérna, þetta eru um 250 manns á dag, þannig að það er bara mikið líf og fjör. Við erum mjög ánægð með sýninguna og gestir hafa verið það almennt,” segir Örvar Birkir Eiríksson, forstöðumaður Selasetursins á Hvammstanga. Hvaðan koma ykkar gestir aðallega? „Ég held að það séu mest Þjóðverjar, sem eru að koma hingað en það er að aukast núna meira frá Suður Evrópu, við erum að sjá mikið af Ítölum núna og svo náttúruleg Bandaríkjamenn og Frakkar, þannig að þetta eru mest erlendir ferðamenn, sem koma hingað til okkar en talsvert af Íslendingum líka.” Örvar segir Selasetrið vera fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar. Við Ísland kæpa tvær tegundir sela, Landselur og Útselur en fjórar tegundir til viðbótar eru þekktar við landið, sem flækingar en þær hafa ekki kæpt hér svo vitað sé. Og selurinn, þetta er merkileg skepna? „Já, þetta er mjög merkilega skepna og bara mjög skemmtileg skepna og svo náttúrulega virkilega fallega skepna líka, þannig að við erum talsverðir aðdáendur selsins,” segir Örvar Birkir. Um 250 manns koma á hverjum degi í Selasetrið á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Á setrið er líka komin rostungur, þó ekki lifandi, heldur stór og glæsileg ljósmynd. „Við erum bara að vonast til að hann komi hingað, sé ekki alltaf á Sauðárkróki, heldur komi hingað á flotbryggjuna hérna á tanganum, við erum bara að bíða eftir því, þannig að vonandi verður það næsta stopp hjá honum,” segir Örvar Birkir. Selasetrið er fyrst og fremst fræðslusafn með líffræðilega og sögulega frásögn um seli og tengslum þeirra og íslenskrar menningar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Selaseturs Íslands á Hvammstanga
Húnaþing vestra Menning Söfn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira