Uppskriftaforrit byggt á gervigreind býður upp á klórgas og annað misjafnt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. ágúst 2023 07:20 Notendur forritsins hafa nú verið varaðir við því að það sé ekki víst að uppskriftirnar séu hæfar til neyslu. Getty Nýtt uppskriftasmáforrit matvöruverslanakeðju á Nýja-Sjálandi sem byggir á gervigreind hefur stungið upp á heldur nýstárlegum uppskriftum við neytendur, til að mynda drykk sem er í raun klórgas og eitraðar samlokur. Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar. Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira
Smáforritinu, sem hannað var fyrir Pak 'n' Save, er ætlað að aðstoða viðskiptavini við að finna upp nýjar og frumlegar uppskriftir til að nýta afganga og annað sem leynist í eldhússkápunum. Þegar notandinn hefur slegið inn valin hráefni skilar forritið uppskrift til baka og hressum athugasemdum. Í fyrstu vakti það athygli fyrir fremur ólystugar uppástungur, til að mynda steiktu grænmeti með Oreo-smákökum, en niðurstöðurnar urðu enn furðulegri þegar önnur hráefni en matvara var valin. Forritið bauð einum til að mynda upp á uppskrift að „ilmandi vatnsdrykk“ en hefði viðkomandi farið eftir uppskriftinni hefði hann endað uppi með baneitrað klórgas. Forritið sagði hins vegar um að ræða „hinn fullkomna óáfenga drykk til að slökkva þorsta og fríska skilningarvitin“. „Berið fram kældan og njótið ilmsins,“ sagði forritið enn fremur en hvergi kom fram að það getur valdið lungnaskaða og jafnvel dauða að anda að sér klórgasi. Aðrar uppskriftir sem forritið hefur stungið upp á eru kokteill úr klór, samlokur úr skordýraeitri og lími og hrísgrjónaréttur með klór. Talsmaður verslanakeðjunnar segir það valda vonbrigðum að neytendur hafi misnotað forritið en að gerðar verði breytingar á því til að freista þess að það verði öruggt og gagnlegt. Búið er að bæta við viðvörun um að uppskriftirnar séu ekki yfirfarnar og að ekki sé tryggt að þær séu hæfar til neyslu. Viðskiptavinir verði að nota eigin dómgreind við að ákveða hvort þeir nota uppskriftirnar.
Nýja-Sjáland Gervigreind Neytendur Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Sjá meira