Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. vísir.

Raforka á Íslandi er nánast uppseld og kerfið fullnýtt. Þetta segir forstjóri Landsvirkjunar sem óttast raforkuskort og kallar eftir aðgerðum. Við heyrum í honum í fréttatímanum.

Þingmaður Pírata segir það hafa verið fyrirséð að barnafjölskyldur gætu verið sviptar þjónustu, þrátt fyrir að þau skuli undanþegin sviptingunni, þar sem ný útlendingalög séu óskýr og loðin. Hún vonar að ríkisstjórnin sjái að sér og leiti betri lausna.

Að minnsta kosti þrjátíu og sex eru látin og fleiri slasaðir í miklum gróðureldum á eyjunni Maui sem er hluti af Havaí. Hundruð bygginga eru rústir einar eftir eldana sem brenndu ferðamannabæinn Lahaina til kaldra kola.

Þá heyrum við í Íslendingi í Noregi sem býr sig nú undir það að vatn flæði yfir í bænum og fjöllum um frumvarp sem samgönguráðherra Færeyja hyggst leggja fram um að banna rafskútur.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×