Innlent

Rann­sókn lokið á mann­drápi í Dranga­hrauni

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Mennirnir voru meðleigjendur.
Mennirnir voru meðleigjendur. Vísir/Vilhelm

Rann­sókn lög­reglu á mann­drápi þann 17. júní síðast­liðinn í Dranga­hrauni í Hafnar­firði er lokið og málið komið til á­kæru­sviðs. Lög­regla telur lík­legt að farið verði fram á á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir hinum grunaða.

Ei­ríkur Val­berg, lög­reglu­full­trúi hjá mið­lægri rann­sóknar­deild lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu, segir að lík­legt sé að farið verði fram á fram­lengingu gæslu­varð­halds á grund­velli al­manna­hags­muna.

Gæslu­varð­halds­úr­skurður rennur út þann 15. ágúst. Lög­regla hefur haft karl­mann um fer­tugt í haldi síðan að morgni þess 17. júní. Tveir voru upp­runa­lega hand­teknir en hinum manninum var sleppt.

„Við teljum okkur vera með ansi góða mynd af þessari at­burða­rás. Þess vegna hefur rann­sóknin gengið svona hratt fyrir sig eins og raun ber vitni,“ segir Ei­ríkur.


Tengdar fréttir

Hinn látni hafi verið meðleigjandi þess grunaða

Karlmaður á fertugsaldri er sagður hafa verið meðleigjandi þess sem hann er nú grunaður um að hafa orðið að bana í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, aðfararnótt 17. júní. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Telja að maðurinn hafi verið stunginn til bana

Maðurinn sem fannst látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði í gærmorgun var að öllum líkindum stunginn til bana með hníf. Niðurstaða krufningar liggur ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×