Jarðgöng þurfi til að leysa út verðmæti á landsbyggðinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 23:11 Villhjálmur Árnason þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikil verðmæti glatast á landsbyggðinni vegna óviðunandi samgangna. Verðmætin séu það sem skipti máli við jarðgangagerð en ekki kostnaður á hvern íbúa. Í gær var fjallað um umsögn vestfirska fyrirtækisins Kerecis við samgönguáætlun innviðaráðherra næstu fimmtán ára. Í umsögninni segir að Vestfirðir séu áfram jaðarsettir á landinu í áætluninni og kallað eftir fimm jarðgöngum sem hluti af svokallaðri vestfjarðalínu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis ræddi þörf jarðgangagerð og samgöngumál á landsbyggðinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er mikil eftirspurn í öllum landshlutum. Samgöngur eru eitt stærsta grunnþjónustumálið. Í umræðunni er oft fjallað um kostnaðinn og hvað það búa margir á hverju svæði, kostnað á hvern íbúa og annað slíkt. Ég held að við eigum að horfa til þess að þetta er forsenda uppbyggingar á atvinnulífi,“ segir Vilhjálmur. Glötuð verðmæti „Þetta myndi auka hagvöxt fyrirtækja. Á meðan við erum ekki að gera þessi göng og aðrar samgöngubætur eru alveg ótrúlega mikil verðmæti óútleyst, á öllum þessum landshlutum hringinn í kringum landið, þar sem að verðmætin verða til,“ segir Vilhjálmur sem nefnir í því sambandi landbúnað, sjávarútveg, nýsköpun, ál- og kísilframleiðslu. „Þetta eru útflutningsverðmæti íslenskrar þjóðar. Ég held að það séu enn þá mikið af slíkum verðmætum óútleyst sem við getum leyst út með aukinni jarðgangagerð.“ Hann segir þróun hafa átt sér stað í tækni til að bora göng. Þekkingin sömuleiðis. „Við sjáum að umferðin er alltaf meiri en búist var við í gegnum þessi mannvirki. Þau verða hagkvæmari en hagkvæmisútreikningar sögðu til áður.“ Vilhjálmur telur því að fleiri fyrirtæki líkt og Kerecis á Vestfjörðum myndu spretta upp, með betri samgöngum. „Ég held að við þurfum að horfa á þetta út frá því hvaða verðmæti við erum mögulega að glata, ef fyrirtæki treysta sér ekki til að starfa á þessum svæðum þar sem ekki er hægt að treysta á samgöngur. En ekki bara að horfa á þetta út frá íbúafjölda og kostnað per íbúa,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að ofan. Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í gær var fjallað um umsögn vestfirska fyrirtækisins Kerecis við samgönguáætlun innviðaráðherra næstu fimmtán ára. Í umsögninni segir að Vestfirðir séu áfram jaðarsettir á landinu í áætluninni og kallað eftir fimm jarðgöngum sem hluti af svokallaðri vestfjarðalínu. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis ræddi þörf jarðgangagerð og samgöngumál á landsbyggðinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er mikil eftirspurn í öllum landshlutum. Samgöngur eru eitt stærsta grunnþjónustumálið. Í umræðunni er oft fjallað um kostnaðinn og hvað það búa margir á hverju svæði, kostnað á hvern íbúa og annað slíkt. Ég held að við eigum að horfa til þess að þetta er forsenda uppbyggingar á atvinnulífi,“ segir Vilhjálmur. Glötuð verðmæti „Þetta myndi auka hagvöxt fyrirtækja. Á meðan við erum ekki að gera þessi göng og aðrar samgöngubætur eru alveg ótrúlega mikil verðmæti óútleyst, á öllum þessum landshlutum hringinn í kringum landið, þar sem að verðmætin verða til,“ segir Vilhjálmur sem nefnir í því sambandi landbúnað, sjávarútveg, nýsköpun, ál- og kísilframleiðslu. „Þetta eru útflutningsverðmæti íslenskrar þjóðar. Ég held að það séu enn þá mikið af slíkum verðmætum óútleyst sem við getum leyst út með aukinni jarðgangagerð.“ Hann segir þróun hafa átt sér stað í tækni til að bora göng. Þekkingin sömuleiðis. „Við sjáum að umferðin er alltaf meiri en búist var við í gegnum þessi mannvirki. Þau verða hagkvæmari en hagkvæmisútreikningar sögðu til áður.“ Vilhjálmur telur því að fleiri fyrirtæki líkt og Kerecis á Vestfjörðum myndu spretta upp, með betri samgöngum. „Ég held að við þurfum að horfa á þetta út frá því hvaða verðmæti við erum mögulega að glata, ef fyrirtæki treysta sér ekki til að starfa á þessum svæðum þar sem ekki er hægt að treysta á samgöngur. En ekki bara að horfa á þetta út frá íbúafjölda og kostnað per íbúa,“ segir Vilhjálmur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum að ofan.
Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jarðgöng á Íslandi Byggðamál Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira