Á meðan klifi hinnar norsku Harila stóð 27. júlí síðastliðinn féll Mohammed Hassan niður bratta hlíð. Harila segir að hún og teymið hennar hafi gert allt sem þau gátu til að bjarga Hassan en að aðstæður hefðu verið of hættulegar til að freista þess að færa hann.
Á myndum sem teknar voru sést teymið ganga framhjá Hassan á leið upp á toppinn.
WATCH: What happened there is a disgrace. A living human was left lying so that records could be set.
— The Telegraph (@Telegraph) August 10, 2023
Top mountaineer, Kristin Harila, defends walking past dying Sherpa, Mohammed Hassan, in pursuit of K2 record.https://t.co/4jGlf5syS6 pic.twitter.com/g9K0zwTQd7
Austurrísku fjallagarparnir Wilhelm Steindl og Philip Flamig, sem einnig voru á K2 þennan dag, náðu myndskeiði úr dróna þar sem göngumenn sjást taka sveig framhjá Hassan. Þeir segja aðeins einn hafa stoppað til að sinna Hassan, jafnvel þótt reyndir sjerpar og leiðsögumenn hefðu verið í hópnum.
Steindl og Flamig segja að uppákoma á borð við þessa hefði aldrei átt sér stað í Ölpunum og hafa sakað teymi Harila um að koma fram við Hassan eins og annars flokks manneskju. Ef hann hefði verið Vesturlandabúi hefði allt verið gert til að bjarga honum en hann ekki skilinn eftir til að setja met.