Draumabyrjun hjá Newcastle 12. ágúst 2023 18:40 Tonali kom Newcastle á bragðið í sínum fyrsta leik í ensku deildinni. Getty Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri. Bæði lið áttu góðu gengi að fagna á síðustu leiktíð og mikil spenna fyrir komandi vetri þar sem Newcastle er í Meistaradeild í fyrsta sinn í 20 ár og Aston Villa á leið í Sambandsdeildina. Aðeins sex mínútur voru liðnar af leiknum þegar Ítalinn Sandro Tonali kom Newcastle yfir og það í frumraun sinni með liðinu, eftir skipti hans frá AC Milan í sumar. Moussa Diaby svaraði fyrir Villa fimm mínútum síðan og skoraði þannig einnig í sínum fyrsta leik en Alexander Isak endurnýjaði forystu Newcastle á 16. mínútu. Isak skoraði öðru sinni á 58. mínútu áður en honum var skipt af velli fyrir Callum Wilson tíu mínútum síðar. Ásamt Wilson kom Harvey Barnes inn af bekknum til að spila sinn fyrsta leik fyrir Newcastle en Barnes lagði upp mark fyrir Wilson sjö mínútum eftir innkomu þeirra. Barnes innsiglaði þá 5-1 sigur liðsins í uppbótartíma. Newcastle hefur leiktíðina glimrandi vel og skýst á topp deildarinnar. Enski boltinn
Newcastle fór illa með Aston Villa í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þeir svarthvítu hefja leiktíðina á 5-1 sigri. Bæði lið áttu góðu gengi að fagna á síðustu leiktíð og mikil spenna fyrir komandi vetri þar sem Newcastle er í Meistaradeild í fyrsta sinn í 20 ár og Aston Villa á leið í Sambandsdeildina. Aðeins sex mínútur voru liðnar af leiknum þegar Ítalinn Sandro Tonali kom Newcastle yfir og það í frumraun sinni með liðinu, eftir skipti hans frá AC Milan í sumar. Moussa Diaby svaraði fyrir Villa fimm mínútum síðan og skoraði þannig einnig í sínum fyrsta leik en Alexander Isak endurnýjaði forystu Newcastle á 16. mínútu. Isak skoraði öðru sinni á 58. mínútu áður en honum var skipt af velli fyrir Callum Wilson tíu mínútum síðar. Ásamt Wilson kom Harvey Barnes inn af bekknum til að spila sinn fyrsta leik fyrir Newcastle en Barnes lagði upp mark fyrir Wilson sjö mínútum eftir innkomu þeirra. Barnes innsiglaði þá 5-1 sigur liðsins í uppbótartíma. Newcastle hefur leiktíðina glimrandi vel og skýst á topp deildarinnar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti