„Þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2023 15:08 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir verk að vinna til að koma í veg fyrir raforkuskort hérlendis. Vísir/Vilhelm Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að gríðarlega margt sé í pípunum til að tryggja að ekki komi til raforkuskorts hér á landi, líkt og forstjóri Landsvirkjunar hefur viðrað áhyggjur sínar af. Hann segir hlutina taka tíma en kyrrstaðan hafi verið rofin. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“ Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði fyrr í sumar að það stefni í erfiðan raforkuskort á næstu árum, ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra segir vandann vera þann að lítið sem ekkert hafi gerst í virkjanamálum undanfarin tíu ár. „Ég hef einmitt verið duglegur að benda á að það vantar græna orku. Vandinn er sá að á síðustu tíu árum hefur bara eiginlega ekkert gerst. Við erum að tala um að það hafa bæst við innan við 30 megawött við kerfið og þetta hefur verið að taka allt of langan tíma.“ Guðlaugur segir að í pípunum séu yfir 300 megawött í stækkunum, eða því sem nemi hálfri Kárahnjúkavirkjun. Þá sé unnið að gerð frumvarps sem miði að því að auðvelda fólki að spara orku auk þess sem ráðuneytið muni sameina stofnanir til að einfalda umhverfi orkumála hérlendis. „Þó það sé mikið í pípunum núna þá er það ekki nóg. Það kemur vonandi á næstu árum en á þessum stutta tíma sem ég hef verið í ráðuneytinu þá hefur þessi kyrrstaða verið rofin. Nú eru um 1300 megawött í nýtingarflokki og í ofanálag miðað við mínar bestu upplýsingar yfir 300 megawött í stækkunum.“ Vandamálið sé hins vegar að þetta taki tíma. Verkefnið sé að einfalda leyfisveitingaferli vegna virkjana og gera það skilvirkara og segist Guðlaugur nú vinna að frumvarpi í ráðuneyti sínu sem lagt verði fram á þingi í haust og miði að því. „Ég er bara ánægður að fólk sé að vakna, því ég hef verið að segja þetta frá því að ég tók við þessu embætti og framkvæmt líka. En þú ýtir ekki á takka og þá er komin ný virkjun, þetta virkar ekki þannig.“
Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira